Það eru litlar sem engar líkur á að Lazio ákveði að semja við kólumbísku stórstjörnuna James Rodriguez í sumar.
Þetta segir Angelo Fabiani, yfirmaður knattspyrnumála Lazio, en James hefur verið orðaður við félagið.
James er 33 ára gamall en hann er fyrrum leikmaður liða eins og Porto, Monaco, Real Madrid og Everton.
Eftir frábæra frammistöðu á Copa America í sumar er James orðaður við ýmis félög en útlit er fyrir að hann endi ekki hjá Lazio.
Fabiani talar um aldur leikmannsins og telur að miðjumaðurinn sé einfaldlega og gamall fyrir verkefnið hjá Lazio.
,,Hann er frábær leikmaður en hann er yfir 33 ára gamall og á síðustu árum hefur hann mest spilað 10-12 deildarleiki,“ sagði Fabiani.