fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Varð dóttur nágrannans að bana fyrir slysni

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 08:30

Konan var að reyna að drepa veggjalýs í íbúð sinni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk kona, hin 34 ára Jesmin Akter, var nýlega dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að sinna 150 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir að hafa orðið 11 ára dóttir nágranna síns að bana fyrir slysni. Þessi hræðilegi atburður átti sér stað þegar konan var að reyna að drepa veggjalýs í íbúð sinni.

BBC skýrir frá þessu og segir við dómsuppkvaðninguna hafi dómarinn sagt að hann skilji vel að konan sé þjökuð af sektarkennd og að það sé mjög ósennilegt að hún muni nokkru sinni gleyma að það sem gerðist var afleiðing þess sem hún gerði.

Akter hafði orðið sér úti um eiturefnið álfosfís frá Ítalíu. Hún hugðist nota það til að gera út af við veggjalýs sem höfðu tekið sér bólfestu í íbúð hennar í Shadwell í Lundúnum.

En hún las ekki leiðbeiningarnar með eitrinu áður en hún dreifði banvænum skammti af því um íbúðina. Að því loknu fór hún í fjölskylduferð í sólarhring.

Eitrið barst í gegnum veggina í íbúð nágrannanna. Þar komst efnið í snertingu við raka og þá myndaðist hið lífshættulega fosfíngas sem er litlaust, eldfimt, eitrað, ætandi og sprengifimt.

Fosfíngasið varð hinni 11 ára Fatiha Sabrin að bana á 11 ára afmælisdeginum hennar þann 11. desember 2021. Hún vaknaði snemma um morguninn og sagði móður sinni að sér væri illt í maganum. Hún kastaði einnig upp. Móðir hennar hringdi í neyðarlínuna og fékk þær ráðleggingar þar að gefa Fatiha lyf gegn niðurgangi.

Þegar leið á daginn byrjuðu aðrir íbúar í fjölbýlishúsinu að hósta.

Fatiha lést um klukkan 17.30.

Magn fosfíngass, sem barst inn í íbúð Fatiha, var allt að 26 sinnum meira en telst banvænt.

Magnið af álfosfís, sem Akter notaði, var þrisvar sinnum meira en framleiðandinn mælir með. Þess utan stóð á umbúðunum að efnið væri aðeins til notkunar í iðnaðarhúsnæði en ekki í íbúðarhúsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við