fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Fréttir

Þorgrímur fjarlægði númer sitt úr símaskránni eftir líflátshótanir -„Það var ráðist á mig á skemmtistað“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 11:00

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru minnist þess að í dag eru 20 ár liðin frá því að hann hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar. Segir hann átta ár í starfinu eftirminnileg fyrir margt og rifjar upp nokkur dæmi og segir Ísland hafa verið brautryðjanda í heiminum á þeim vettvangi. Skuggahliðar sem starfinu fylgdu voru þó margar, meðal annars fékk Þorgrímur líflátshótanir.

„Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga.

Ég var minntur á það um daginn, að við hefðum stutt við bakið á MR í að verða fyrsti framhaldsskólinn sem var með reyklaus böll. Síðan fylgdu aðrir framhaldsskólar í kjölfarið. Ég var líka minntur á það að Háskólabíó var fyrsta kvikmyndahúsið sem leyfði ekki reykingar í húsnæðinu, fyrir okkar tilstuðlan. Önnur fylgdu svo í kjölfarið. Við sömdum við KSÍ um að stúkan í Laugardalsvelli yrði reyklaus. Allt þetta var gert án þess að lög og reglur næðu yfir reykingabann á þessum stöðum,“ segir Þorgrímur í færslu á Facebook sem ber yfirskriftina að standa í lappirnar.

„Ákvörðunin um að banna sýnileika tóbaks á sölustöðum var tekin við eldhúsborðið og Ísland var brautryðjandi í heiminum á þeim vettvangi. Og það munaði minnstu að heilbrigðisráðherra hefði haft pung til að banna reykingar á veitinga- og kaffihúsum, fyrst ráðherra á heimsvísu. Slíkt bann kom á nokkrum árum seinna.“

Skuggahliðar starfsins margar

Þorgrímur segir margar skuggahliðar á því að vera í starfinu í átta ár. „Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni. Blaðamaður á Helgarpóstinum skrifaði heilsíðugrein um mig á miður fallegan hátt og fréttamenn, sem reyktu, reyndu sífellt að gera lítið úr okkar störfum. Rúv var með beina útsendingu í sjónvarpinu, með fjölda fólks í sal, þar sem stjórnandinn gerði lítið úr okkar störfum. Á tónleikum, í beinni útsendingu á Rúv, sagði tónlistarmaður að ég bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem mátti ekki reykja á spítala. En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum.“

Segir víða pott brotinn og lýsir eftir leiðtogum

Þorgrímur segir marga hafa haldið að hann gengdi starfinu þar sem hann hefði ekkert annað við lífið að gera.

„Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“

Þorgrímur segir að ástæða þess að hann líti yfir farinn sé sú að víða er pottur brotinn í samfélaginu. „ÞAÐ ER ALLT HÆGT, þegar hugrekki og dugnaður er hafður að leiðarljósi. Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.

Ég lýsi eftir hugrökkum leiðtogum sem hafa heilbrigða skynsemi og heill þjóðarinnar að leiðarljósi.“

Meðfylgjandi mynd er tekin á fundi hjá KSÍ árið 1997, vegna reyklausrar stúku. Ingibjörg Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Þorsteini Njálssyni sem stóð sig frábærlega sem formaður tóbaksvarnefndar

Fleiri eftirminnileg atvik sem Þorgrímur tiltekur:

„Við sóttum áhrifaríkar sjónvarpsauglýsingar til útlanda við litla hrifningu þeirra sem reyktu. Til þess að vekja athygli alþingismanna á mikilvægi þess að efla lög og reglur um tóbaksvarnir, þá bauð ég þingmönnum út að borða í hádeginu. Það þurfti að opna augu þeirra, undir fjögur augu. Svo má ekki gleyma öflugu forvarnastarfi í skólum og víðar og fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, lagði okkur lið.

Við fengum heimsþekkta, erlenda aðila til að flytja erindi á Íslandi, m.a. Alan Landers, „The Winston man“, sem ákvað að segja sannleikann um tóbaksiðnaðinn. Hann hélt fyrirlestur í öllum framhaldsskólum á landinu og lést svo langt um aldur fram. Við buðum líka Jeffrey Wigand til landsins en hann sneri baki við tóbaksiðnaðinum og ákvað líka að segja sannleikann. Örfáir alþingismenn mættu á erindið sem hann flutti. Kvikmyndin The Insider var byggð á frásögn Wigand og Russel Crowe lék hann eftirminnilega. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín hyllti flotann sinn en um leið afhjúpaði hann neyðarlega staðreynd um hann

Pútín hyllti flotann sinn en um leið afhjúpaði hann neyðarlega staðreynd um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu ísraelskir hermenn í haldi vegna gruns um alvarlegt kynferðisofbeldi í garð palestínsks fanga – Múgur reyndi að frelsa níumenningana

Níu ísraelskir hermenn í haldi vegna gruns um alvarlegt kynferðisofbeldi í garð palestínsks fanga – Múgur reyndi að frelsa níumenningana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landspítalinn réð konu og braut jafnréttislög

Landspítalinn réð konu og braut jafnréttislög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný veðurspá boðar ekki góðar fréttir fyrir verslunarmannahelgina

Ný veðurspá boðar ekki góðar fréttir fyrir verslunarmannahelgina