fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Japanir biðja Dani að framselja Watson – Snúin pólitísk ákvörðun

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 11:30

Watson segir að ef hann verði sendur til Japan komi hann aldrei til baka. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japönsk stjórnvöld hafa farið fram á að hvalafriðunarsinninn Paul Watson verði framseldur. Watson er í gæsluvarðhaldi í Grænlandi.

AFP greinir frá því í dag að dómsmálaráðuneyti Danmerkur hafi tilkynnt um framsalsbeiðnina.

„Dómsmálaráðuneytið fékk formlega beiðni frá japönskum yfirvöldum í gær um að Paul Watson verði framseldur,“ segir í fréttinni. Að sögn ráðuneytisins verður beiðninni vísað til grænlensku lögreglunnar nema að ráðuneytið finni ástæðu til þess að hafna beiðninni.

Verði beiðnin send til grænlensku lögreglunnar mun hún rannsaka hvort það sé grundvöllur fyrir framsali, meðal annars út frá þeim reglum sem gilda um framsal frá Grænlandi.

Lokaákvörðunin um hvort að Watson verði framseldur er hjá danska dómsmálaráðherranum Peter Hummelgaard.

Sjá einnig:

Hvalfriðunarsinninn Paul Watson sér ekki eftir neinu – Gæti átt 15 ára fangelsisvist yfir höfði sér

Líklegt þykir að málið gæti reynst dönskum stjórnvöldum erfitt. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur beitt sér í málinu og þrýst á dönsk stjórnvöld að sleppa Watson, sem er búsettur í Frakklandi. Einnig tugir franskra þingmanna og Evrópuþingmanna.

Hvalveiðar eru einungis löglegar í þremur ríkjum, Íslandi, Noregi og Japan, og eru afar óvinsælar. Þrátt fyrir að handtaka Watson þann 21. júlí, vegna meintrar árásar á hvalveiðiskip árið 2010, og framsalsbeiðni Japana séu byggð á lögum gæti reynst snúið fyrir Dani að samþykkja hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“