fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Endurkoma Arons Einars í Þorpið eftir 18 ár erlendis – Verður kynnt formlega í dag

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 10:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is verður Aron Einar Gunnarsson kynntur sem leikmaður Þórs á Akureyri í dag.

Aron er samningslaus eftir að samningur hans við Al-Arabi í Katar rann út í síðasta mánuði.

Þessi 35 ára gamli fyrirliði íslenska landsliðsins er því að mæta heim í Þorpið og tekur slaginn með uppeldisfélaginu í Lengjudeildinni.

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Samkvæmt heimildum 433.is eru þó áfram yfirgnæfandi líkur á því að Aron skrifi undir erlendis áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok þessa mánaðar.

Aron hefur glímt við nokkur meiðsli undanfarið ár en er að komast á skrið og vonast til að geta hjálpað Þór í þeirri baráttu sem félagið er í. Þór á áfram veika von að ná fimmta sæti Lengjudeildarinnar sem gefur sæti í umspil um laust sæti í deildinni en frammistaða liðsins í sumar hefur verið vonbrigði.

Aron Einar yfirgaf Þór fyrir 18 árum þegar hann gekk í raðir AZ Alkmaar í Hollandi, hann lék eftir það með Coventry og Cardiff í enska boltanum áður en hann hélt til Katar sumarið 2019.

Aron hefur spilað 103 landsleiki fyrir hönd Íslands og í flestum þeirra verið fyrirliði liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik

Skandall í VAR herberginu – Gómaður á veðmálasíðu í miðjum leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma

Styrkur að hafa Heimi núna en Atli veit ekki hvort það sé svarið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield
433Sport
Í gær

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“
433Sport
Í gær

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri