fbpx
Fimmtudagur 01.ágúst 2024
Pressan

Rússar eru ragir við að nota sínar fullkomnustu orrustuþotur í Úkraínu

Pressan
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar Rússar hafa átt í stríði í Úkraínu í á þriðja ár bendir ekkert til þess að herinn hafi enn notað sínar þróuðustu orrustuþotur í stríðinu.

Sukhoi Su-57 heitir vélin en hún er illsjáanleg á ratsjám og búin allri þeirri tækni sem nauðsynleg þykir. Byrjað var að þróa vélina fyrir margt löngu og var hún fyrst tekin í notkun árið 2010. Talið er að Rússar eigi um 30 slíkar vélar.

John Baun, sérfræðingur hjá Mitchell Institute og fyrrverandi ofursti í bandaríska flughernum, segir við Business Insider að þetta geti gefið tvennt til kynna. Annað hvort séu Rússar hræddir við að úkraínska hernum takist að skjóta vélarnar niður eða að Rússar séu að spara vélarnar fyrir komandi tíma og hugsanleg átök við aðildarríki NATO.

Undir þetta tekur Michael Clarke, breskur öryggisráðgjafi, segir að Rússar væru án efa í betri stöðu í Úkraínu ef þeir hefðu notað allt sitt vopnabúr þar. „Ef þeir myndu henda öllu sínu í Úkraínu þá verður ekkert eftir ef til átaka kemur við NATO.“

Úkraínumenn hafa verið duglegir að skjóta niður rússneskar orrustuflugvélar yfir Úkraínu en betur má ef duga skal. Christopher Cavoli, bandarískur herforingi, sagði við bandaríska þingnefnd í apríl síðastliðnum að Rússar hefðu aðeins misst tíu prósent af flugflota sínum í Úkraínu og það gefi til kynna að þeir séu enn í nokkuð sterkri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum

Margir slasaðir eftir stunguárás í Bretlandi – Árásin sögð hafa beinst að ungum stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið

Börnin öskruðu og strandgestir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskips með 1400 tonn af sprengiefnum innanborðs

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskips með 1400 tonn af sprengiefnum innanborðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lifrarbólga, lús, kláðamaur og niðurgangur herjar á íbúa Gaza

Lifrarbólga, lús, kláðamaur og niðurgangur herjar á íbúa Gaza
Pressan
Fyrir 6 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda