fbpx
Mánudagur 05.ágúst 2024
Pressan

Busavígsla fór úr böndunum – Missti báða fætur og var fjóra mánuði á spítala

Pressan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 19:29

Þessi mynd var tekin þegar hinn svokallaði „Fight Day“ var haldinn og sýnir lögregluþjón ofan á Moses.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og níu ára karlmaður hefur höfðað mál gegn lögregluyfirvöldum í Denver í Bandaríkjunum. Maðurinn sem um ræðir, hinn 29 ára Victor Moses, var lögreglunemi þegar hann var látinn gangast undir það sem hann kallar busavígslu í byrjun árs 2023.

Óhætt er að segja að busavígslan hafi endað með ósköpum því Moses missti báða fótleggi fyrir neðan hné og dvaldi á sjúkrahúsi í alls fjóra mánuði.

Í frétt AP kemur fram að Moses hafi tekið þá í því sem kallað er „Fight Day“ hjá lögreglunni í Denver. Um er að ræða lokaundirbúning sem allir lögreglunemar þurfa að gangast undir til að geta útskrifast sem lögreglumenn.

Eru nemarnir settir í allskyns krefjandi aðstæður sem vissulega geta komið upp í störfum þeirra í lögreglunni. Um er að ræða fjórar stöðvar sem nemarnir þurfa að komast í gegnum, til dæmis þurfa þeir að verjast árásum á einni stöð og á annarri þurfa þeir að handtaka einstakling sem streitist á móti.

Í stefnu sem Moses hefur lagt fram kemur fram að þessi þáttur námsins sé ekkert annað en busavígsla og dæmi séu um að lögreglunemar hafi slasast illa. Þannig hafi einn nemi á þessu sama námskeiði nefbrotnað.

Líf Moses er öðruvísi í dag en það var.

Victor lýsir því í stefnunni að í eitt skiptið hafi honum verið ýtt af dýnu með þeim afleiðingum að hann skall með höfuðið harkalega í gólfið. Eftir að hafa kvartað undan vanlíðan var hann neyddur til að halda áfram af lögreglumönnum sem höfðu umsjón með þessum verklega hluta námsins. Bráðaliðar sem voru viðstaddir námskeiðið voru látnir kanna ástand hans og gáfu þeir honum grænt ljós á að halda áfram.

Moses vekur athygli á því að á þessum tímapunkti hafi hann verið búinn að segja bæði yfirmönnum sínum og bráðatæknum frá því að hann væri með það sem kallað er sigðkornablóðleysi sem er arfgengur sjúkdómur.

Til að gera langa sögu stutta getur sjúkdómurinn verið hættulegur þegar einstaklingur með hann er undir miklu líkamlegu álagi. Þá sagði Moses viðstöddum að hann væri með mjög lágan blóðþrýsting og væri með krampa í fótum sem er hættumerki fyrir einstaklinga með sigðkornablóðleysi.

Þrátt fyrir þetta var hann látinn halda áfram og var það ekki fyrr en hann hneig niður og missti meðvitund að hann var fluttur á sjúkrahús. Sem fyrr segir þurftu læknar að fjarlægja báða fótleggi hans fyrir neðan hné auk þess sem hann missti tilfinningu í báðum höndum. Var Moses útskrifaður af sjúkrahúsi í fyrravor og er hann enn í endurhæfingu vegna atviksins.

Í stefnu sinni segir Moses að allt of mikil harka einkenni þennan þátt námsins og stemningin sé eins og verið sé að busa nema sem eiga sér þann draum að komast inn í „bræðralag“ lögreglunnar eins og það er orðað.

Bendir hann á að ef hann hefði kvartað undan þessum einkennum í boxbardaga eða á öðrum íþróttaviðburði hefði hann komist strax undir læknishendur. Veltir hann fyrir sér hver staða hans væri í dag ef hann hefði fengið að stoppa strax.

„Það eru meiri líkur en minni á að ég væri enn með fætur og líkur á að ég hefði haldið geðheilsunni. Ég gæti verið lögreglumaður í dag ef þeir hefðu ekki busað mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð dóttur nágrannans að bana fyrir slysni

Varð dóttur nágrannans að bana fyrir slysni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi

„Óhugsandi hörmungar“ á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“

Leiðtogi Hamas drepinn í Íran í nótt – „Þetta er stór atburður“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða

Þrjár stúlkur látnar, 6, 7 og 9 ára: Nágranni varpar ljósi á hinn grunaða
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin

Sönn hetja berst fyrir lífi sínu – Réðst að hnífamanninum og var stungin