Hún skuldar yfir 133 milljónir króna, eða 750 þúsund pund. Katie, 46 ára, segist hvorki skammast sín né líða vandræðalega vegna málsins. DailyMail greinir frá.
Price átti að svara spurningum dómara í London varðandi fjárhagsstöðu hennar og gjaldþrot. Henni hefur verið skipað að láta af hendi bleika Range Rover jeppann sinn og fimm aðrar bifreiðar.
Málið hefur vakið mikla athygli og eftir að handtökuskipunin var gefin út tjáði fyrirsætan sig um málið á Instagram.
Price sagðist ekki vera á landinu þar sem hún væri erlendis að vinna í heimildarmynd um fegrunaraðgerðir. Hún sagði einnig að hún væri ekki að „hlaupa frá skyldum“ sínum og að hún væri „meðvituð um alvarlegt ástand fjárhagsstöðu“ hennar.
Dómarinn sagði afsökun Price ekki vera gilda og að hún hafi vitað hversu mikilvægt það hafi verið fyrir hana að mæta. Dómarinn sagði einnig að Price hafi ekki veitt ýmsar nauðsynlegar upplýsingar fyrir gjaldþrotaskiptin.
Price var úrskurðuð gjaldþrota í nóvember 2019 og aftur í mars 2024. Henni var síðan skipað að yfirgefa heimili sitt í Sussex, sem var kallað „Mucky Mansion“, í vor.
Glamúrfyrirsætan átti að mæta fyrir dómi í gær en var þess í stað í flugvél á leið til Tyrklands til að gangast undir enn aðra fegrunaraðgerðina. Hún birti mynd af samloku sem hún var að borða í flugvélinni á Instagram, en eyddi henni stuttu síðar.
Price þvertekur fyrir að hafa verið að svíkjast undan og segir að hún hafi verið búin að láta vita að hún væri ekki nógu sterk andlega og að hún myndi ekki mæta í persónu í dómssal.
„Ég er að taka gjaldþrotinu alvarlega. Það er ekki eins og ég fór í eitthvað fimm stjörnu frí, ég er ekki á rándýru hóteli,“ segir hún.
Þetta er í þriðja skipti sem Price mætir ekki í dómsal.