fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Fókus

Segir Þorstein hafa komið upp um sig í nýjustu færslunni – „Hann greinilega gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess“

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 09:34

Þorsteinn V. og Jón Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður netmiðilsins Karlmennskunnar, birti nýja færslu á miðlinum í vikunni eftir um níu vikna pásu. Hann hefur birt tvær færslur á Instagram-síðu Karlmennskunnar undanfarna daga og vakti ein þeirra mikla athygli.

Jón Einarsson Þormar Pálsson, þáttastjórnandi Norrænnar karlmennsku, gagnrýnir Þorstein og segir hann hafa komið upp um sig í færslunni.

Þorsteinn heldur einnig úti samnefndu hlaðvarpi, sem hefur einnig verið í langri pásu en síðasti þáttur fór í loftið í maí síðastliðnum. Í lok nóvember gaf hann út bókina Þriðja vaktin – jafnréttishandbók heimilisins ásamt eiginkonu sinni, sálfræðingnum Huldu Tölgyes.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Færslan ber titilinn: „Ísland er best í heimi…“ og skrifaði Þorsteinn: „Ísland er best í heimi í jafnrétti… og reyndar líka fyrir kynferðisofbeldismenn, rasista, karlrembur, ofbeldismenn, barnaníðinga og valdakarla. Ef þið hafið eitthvað á móti því eruð þið nethrottar, lyklaborðsriddarar, eineltisseggir, afbrýðisöm, klikkuð, öfgafull og geðveik.“

Níu skyggnur fylgja þeirri fyrstu og í hverri vísar Þorsteinn kaldhæðinn í mál sem hafa komið upp á undanförnu ári. Eins og í mál Eddu Falak, sem var með vinsæla hlaðvarpið Eigin konur og síðar þættina Edda Falak á Heimildinni, þegar hún var gagnrýnd fyrir að hafa ekki sagt satt um starfsferil sinn.

Í viðtölum og á samfélagsmiðlum sagðist Edda hafa starfað hjá dönskum fjárfestingabanka og sagðist hafa orðið fyrir kynbundnu áreiti í umræddu starfi. Í mars í fyrra kom í ljós að Edda hafði sagt ósatt og hafði aldrei unnið þarna. Edda hætti í kjölfarið að vinna hjá Heimildinni og hefur að mestu dregið sig úr sviðsljósinu.

„Má rotna í helvíti“

Þorsteinn rifjaði upp mál hennar í færslunni:

„Femínistinn sem beitti sér fyrir þolendur, miðlaði frásögnum kvenna af kynferðisofbeldi valdakarla og hristi í stoðum feðraveldis á Íslandi má rotna í helvíti fyrir að hafa ekki verið alveg nógu nákvæm á ferilskránni sinni.“

Í nýjasta þætti af Norræn karlmennska, á streymisveitunni Brotkast, gagnrýnir Jón Einarsson tvær skyggnur í færslu Þorsteins, fyrst þessa um Eddu.

„[Við hljótum] að hlæja aðeins að honum fyrir að fegra svona mikið aðila sem hann greinilega dýrkar og lítur upp til. Og að vera ekki alveg nógu nákvæm á ferilskránni sinni er ekki það sama og að ljúga til um að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á einhverjum vinnustað sem þú vannst aldrei á,“ segir Jón Einarsson.

Vísaði í eigið mál

Jón Einarsson gagnrýnir einnig Þorstein fyrir að „gera lítið“ úr Bónus-málinu svokallaða.

Forsaga málsins er sú að Þorsteinn og Hulda voru að gefa út bókina Þriðja vaktin. Bónus vildi ekki selja bókina og gagnrýndi Þorsteinn ákvörðun verslunarkeðjunnar harðlega á Instagram.

„Bókinni var hafnað að því er virðist af fullkomlega huglægum og tilfinningalegum ástæðum án málefnalegra ástæðna,“ skrifaði hann og nafngreindi svo starfsmann fyrirtækisins sem að átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti fylgismenn sína til þess að senda viðkomandi tölvupóst og krefjast útskýringa.

Þorsteinn endaði með að biðjast afsökunar og beindi orðum sínum að starfsmanninum, Ester, í færslu á Instagram.

Skjáskot/Instagram

Það er þó óhætt að segja að málið hafi dregið dilk á eftir sér og hefur Þorsteinn rætt það í hlaðvarpsþáttum, meðal annars eigin hlaðvarpi, Karlmennskan.

Sjá einnig: Íhuguðu að flytja af landi brott þegar Bónus-stormurinn stóð sem hæst

Þorsteinn virðist vera kominn með nóg af gagnrýninni ef marka má nýjustu færslu Karlmennskunar. Í skyggnu níu af tíu segir hann:

„Femínistinn sem nafngreindi starfsmann Bónus á Instagram og benti fylgjendum sínum á að hún bæri ábyrgð á bóksölunni, ætti aldrei að vera fyrirgefið það alvarlega ofbeldi. Það er algjörlega óásættanlegt að benda fólki á að senda tölvupóst á saklausa konu. Þessum femínista þarf að þagga niður í og hann skal aldrei aftur voga sér að gagnrýna neitt. Hann hefur fyrirgert rétti sínum til skoðana og ætti helst aldrei að líta dagsins ljós aftur.“

Segir Þorstein hafa komið upp um sig

Jón Einarsson segir að þarna hafi Þorsteinn komið upp um sig og sýnt að afsökunarbeiðni hans til Esterar hafi ekki verið einlæg.

„Þarna er hann náttúrulega að vitna í eigin gjörðir […] Þarna sýnir Þorsteinn hvað afsökunarbeiðni hans var mikið kjaftæði því hann greinilega gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess, ef þú ert með 20 þúsund plús manns sem fylgjendur og þú gerir einhverja persónu ábyrga fyrir því að þú fáir ekki þínu framgengt. Og þetta með að doxa manneskju, verandi með yfir 20 þúsund [fylgjendur,] þó það hafi sem betur fer fáir hlustað á hann, það gerir í rauninni hans hlutverk í þessu ekkert minna alvarlegt. Vegna þess að þú getur alveg sagt að hann hafi bara bent fólki á að senda tölvupóst… Hann var þarna í frekjukasti, brjálaður að bókin hans hafi ekki fengið að komast inn í Bónus og hann var að vonast til þess að fólk myndi angra hana nógu mikið svo hún myndi gefa sig. Hann var að vonast til þess að nógu margir myndu senda henni póst til að hún myndi gefa sig og setja bókina hans í sölu, annars hefði hann aldrei verið að benda á þetta. Sem þýðir að hann vildi valda henni ónæði, hann var tilbúinn að nota þessa 20 þúsund plús manns til að valda henni ónæði,“ segir hann.

Fleiri mál

Í umræddri færslu vísaði Þorsteinn í fleiri mál sem hafa verið í deiglunni undanfarið.

„Tónlistarmenn sem hafa verið kærðir fyrir kynferðisofbeldi og eiga fjöldann allan af vitnisburði nafngreindra kvenna eiga skilið að fá tónlist sína spilaða í útvarpi og vera bókaðir á gigg. Öllum sem finnst það óviðeigandi eða ósmekklegt eru siðlaus.“

„Maðurinn sem var kærður fyrir ofbeldi gegn tveimur konum, en málin látin niður falla er bókað saklaus. Hann er hið raunverulega fórnarlamb öfga-afla sem hafa heilaþvegið landið. Öll sem voga sér að trúa konunum eru ósanngjörn og hatursfull sem er persónulega í nöp við manninn og hlaðvarpið hans.“

„Fótboltamenn sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun og annað kynferðisofbeldi ættu að fá að spila með landsliðinu sínu og fá að spila fótbolta í friði. Þau sem gera kröfu á annað eru dómstóll götunnar sem leiðir samfélagið til glötunar.“

Sjáðu færsluna í heild sinni hér að neðan, ýttu á örina til hægri til að sjá allar skyggnurnar. Prófaðu að endurhlaða síðunni ef þú sérð ekki færsluna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Tæplega sex hundruð manns hafa líkað við skrif Þorsteins. „Oh mér verður óglatt, þið eruð að vinna svo dýrmæta vinnu,“ segir einn netverji.

„Við erum allavega best í meðvirkni, það verður ekki af okkur tekið,“ segir annar.

Einn bendir á að Þorsteinn hafi sett sjálfan sig í færsluna. „Margt gott í þessum skrifum en hver er að fórnalambs væða sjálfan sig núna, samanber dálk 9 af 10? Hvernig er hægt að taka mark á svona skrifum þegar höfundur sjálfur sýnir af sér ofbeldi og karlrembu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sverrir er alltaf á nálum fyrir flug – Ástæðan er margra ára gömul

Sverrir er alltaf á nálum fyrir flug – Ástæðan er margra ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katy Perry með sjóðheitt flugglæfrabragð í næsta myndbandi – Mun það floppa líkt og síðasta lag?

Katy Perry með sjóðheitt flugglæfrabragð í næsta myndbandi – Mun það floppa líkt og síðasta lag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tileinkar nýtt verk konunni sem trúði á hann – „Áhrifin sem hún hafði á mig voru slík að ég hef aldrei horft til baka“

Tileinkar nýtt verk konunni sem trúði á hann – „Áhrifin sem hún hafði á mig voru slík að ég hef aldrei horft til baka“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlega gælunafnið sem morðpabbinn kallaði hjákonuna

Óhugnanlega gælunafnið sem morðpabbinn kallaði hjákonuna