Hanna Rún Bazev Óladóttir er landsþekkt fyrir fimi hennar á dansgólfinu, en hún er margverðlaunuð hér heima og erlendis í dansheiminum.
Hanna Rún dansar með eiginmanni sínum Nikita og saman eiga þau tvö börn, soninn Vladimir Óla og dótturina Kíru Sif.
Hanna Rún hefur sagt frá því í viðtölum að hún sé einkar heimakær og mikill dundari. Hún steinar og skreytir sem dæmi danskjólana sína og dansskóna.
Nýlega breytti Hanna Rún leikherbergi barnanna og ákváðu hún og dóttir hennar að gera þar lítinn sætan garð.
„Ég og Kíra Sif erum að breyta leikherberginu og erum að gera lítinn sætan garð þar inni. Ég spurði Kíru hvort við ættum að gera risa blómatré og „jááááá” heyrðist í minni og lófaklapp með. Við ákváðum því að föndra risastórt blómatré saman og við erum mjög sáttar með útkomuna,“ segir Hanna Rún á Instagram og birtir myndband af ferlinu.
View this post on Instagram
Næst á dagskrá er risa myndaveggur sem Hanna Rún er byrjuð að teikna og munu fylgjendur hennar fá að fylgjast með.