fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Ofurbaktería, sem verður 300.000 að bana árlega, þróaðist hratt frá ósköp venjulegri bakteríu

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 18:30

Sumar bakteríur eru stórhættulegar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Banvæn ofurbaktería, sem verður um 300.000 manns að bana árlega, þróaðist út frá venjulegri bakteríu, sem er að finna í umhverfinu, og gekk þessi þróun hratt fyrir sig. Á rétt rúmum tveimur öldum varð þessi baktería eins banvæn og hún er í dag.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar og gætu þær hjálpað okkur að bæta þekkingu okkar á hvernig er hægt að mynda ónæmi gagnvart bakteríum. Live Science skýrir frá þessu.

Fram kemur að bakterían Pseudomonas aeruginosa geti valdið sýkingum, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, sérstaklega hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma á borð við slímseigjusjúkdóm og lungnaskemmdir af völdum reykinga.

En þessi baktería hefur ekki alltaf verið sérhæfð manndrápsbaktería.

Vísindamenn við Cambridge háskóla rannsökuðu tæplega 10.000 DNA-sýni sem voru sýkt af bakteríunni. Þau komu alls staðar að úr heiminum. Út frá þessu gátu þeir byggt upp „ættartré“ bakteríunnar og komust þá að því að 21 „grein“ af „ættartrénu“ veldur sjö af hverjum tíu sýkingum í fólki. Þessi afbrigði bakteríunnar þróuðust hratt og dreifðu sér um heiminn á um 200 árum.

Sum afbrigðanna hafa fundið aðferð til að notfæra sér erfðagalla í fólki, sem þjáist af slímseigjusjúkdómi, sem gerði þeim kleift að lifa af í ónæmisfrumum sem nefnast átfrumur.

Vísindamenn grunar að þessi hraða útbreiðsla bakteríunnar hafi verið möguleg þar sem fólk fór í sífellt meir mæli að búa í fjölmennum borgum síðustu tvær aldirnar og vegna loftmengunar sem gerir lungu fólks móttækilegri fyrir sýkingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“