fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fundu garð Calígúla

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 07:30

Áletrun Calígúla. Mynd: Ítalska menningarmálaráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggingaverkamenn fundu nýlega 2.000 ára gamlan garð sem tilheyrði rómverska keisaranum Calígúla á sínum tíma. Garðurinn er við ána Tíber en hún skilur Rómarborg og Vatíkanið að.

Live Science segir að rústir garðsins hafi fundist þegar framkvæmdir stóðu yfir við nýja brú við Piazza Pia að því er segir í tilkynningu frá ítalska menningarmálaráðuneytinu.

Þegar fornleifafræðingar hófu störf á svæðinu fundu þeir aðalvatnsæð með áletruninni „C(ai) Cæsaris Aug(usti) Germanici“. Telja sérfræðingar að þessi áletrun vísi til Gaius Caesar Augustus Germanicus, betur þekktur sem Calígúla.

Telja sérfræðingar að áletrunin sýni að garðurinn hafi líklega tilheyrt Calígúla sem var þekktur fyrir miskunnarleysi og þótti einstaklega ófyrirleitinn. Hann var þess utan sadisti sem niðurlægði þing sitt. Hann var við völd í aðeins fjögur ár, frá 37 til 41 eftir Krist, en þá var hann myrtur af lífvörðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við