fbpx
Miðvikudagur 31.júlí 2024
Fókus

Jóhannes var 11 ára þegar hann missti föður sinn – „Ég náði að kyssa hann og kveðja. Svo dó hann og það bara breytti lífi mínu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 21:30

Jóhannes Kr. Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson missti föður sinn þegar hann var ellefu ára gamall. Hann segist stundum hugsa um að líf sitt hefði orðið töluvert öðruvísi ef hann hefði ekki gengið í gegnum þann sára missi.

„Hann var mjög góður maður og mikill félagi. Allar stundir þegar hann mætti í vinnuna hálfsjö og ég var ekki í skólanum þá var ég alltaf með honum. Ég var sem strákur settur í að setja saman olíuverk eða skipta um pakkningar í olíuverkum, þrífa og ýmislegt,“

segir Jóhannes í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1.

Spólur með rödd föðurs hans dýrmæt eign

Kristján Júlíus Finnbogason, faðir Jóhannesar, var vélstjóri og rennismiður og átti fyrirtækið Bogi hf. í Súðavogi. Jóhannes hafði mikinn áhuga á efnafræði svo faðir hans keypti fyrir hann efnafræðisett með tilraunaglösum til að sjóða og hita en leiðbeiningarnar voru á ensku. Faðir hans settist því niður við segulbandstæki og þýddi allar tilraunirnar. „Ég á röddina á þessum segulböndum þar sem hann er að segja hvernig eigi að blanda. Þetta eru mjög dýrmætar spólur í dag.“

Sundurskorinn eftir margar aðgerðir

Jóhannes segist hafa vitað af því að faðir hans glímdi við veikindi, hann hafi þó enn ekki kynnt sér sjúkrasögu hans að fullu. „Ég hef ekki haft það í mér að skoða það en kannski geri ég það seinna. En hann var allur sundurskorinn eftir margar aðgerðir.“

Í byrjun desember árið 1982 fór faðir hans í enn eina aðgerð, um kvöldið kom símtalið sem öllu breytti og segist Jóhannes muna þá stund ljóslifandi, hvar hann stóð og hvernig lyktin var. „Þá var læknir í símanum sem sagði að hún [mamma] þyrfti að koma því það væri ekki víst að pabbi myndi lifa nóttina af. Ég var bara skilinn eftir einn heima.“

Faðir hans lá á gjörgæslu þar til hann lést 10. febrúar og fékk Jóhannes að heimsækja hann einu sinni til að kveðja. 

„Pabbi vaknaði þegar ég var hjá honum. Hann var með slöngu og gat ekki talað en hann sýndi mér tækin fyrir aftan sig, þekkti vísindamanninn. Svo datt hann út. En ég náði að kyssa hann og kveðja. Svo dó hann og það bara breytti lífi mínu.“

Hann varð reiður eftir fráfallið og reiðin fylgdi honum í rúman áratug. Hann var rekinn úr skóla og sendur í heimavist á Núpi í Dýrafirði ásamt öllum brjálæðingum bæjarins eins og hann lýsir því. Það brutust út slagsmál og Jóhannes varð stundum fyrir barðinu á þeim. „Ég var yngstur og var laminn, lagður í einelti. Ég varð ekki fyrir ofbeldi af hendi kennara eða neitt en maður upplifði ofbeldi á milli krakkanna, drykkju.“

Gæfa að vinna við draumastarfið

Jóhannes byrjaði vinnu í rannsóknarblaðamennsku sem nemi í Fjölbraut við Ármúla, og árið 2005 var Jóhannesi boðin vinna á Stöð 2 og fréttaskýringaþátturinn Kompás varð til. Jóhannes hefur alla tíð síðan unnið sem rannsóknarblaðamaður við ýmsa heimildarþætti, eins og Stormur sem komu út á síðasta ári og hlaðvarpið á Vettvangi. Hann lítur á það sem mikla gæfu í lífinu að fá að sinna draumastarfinu.

„Þetta eru forréttindi þó launin séu lélegri en í vinnuskólanum. Ég er rosalega forvitinn og þegar ég hef verið beðinn að tala fyrir framan hóp legg ég áherslu á að vinna fyrir hlutunum. Ekki bíða eftir að fréttastjórinn komi með hugmynd heldur þurfið þið að vinna að málinu og gera hlutina frá hjartanu. Svo verður að hlusta, leyfa fólki að tala. Mér finnst það svo skemmtilegt.“

Saga dótturinnar hjartanu næst

Árið 2010 missti hann dóttur sína, Sigrúnu Mjöll, aðeins sautján ára gamla eftir erfiða glímu við fíkn. Það sem hjálpaði honum mest var að segja sögu dótturinnar í Kastljósi. „Ég reyndi að skilja hvernig þessi heimur er með þessum sem voru að deyja,“ segir hann og segist hafa fundið að umfjöllunin hjálpaði. „Ég verð að segja að sú umfjöllun standi hjarta mínu næst af persónulegum ástæðum.“

Sjá einnig: Jóhannes missti dóttur sína úr ofneyslu:„Ekkert í lífinu er erfiðara“ – Nú verður að bregðast við

Hlusta má á viðtalið við Jóhannes í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ástæðan fyrir því að ein skærasta stjarna Hollywood hvarf úr sviðsljósinu

Ástæðan fyrir því að ein skærasta stjarna Hollywood hvarf úr sviðsljósinu
Fókus
Í gær

Ólétt og í bobba því hún veit ekki hvort barnsfaðirinn er kærastinn eða frændi hans

Ólétt og í bobba því hún veit ekki hvort barnsfaðirinn er kærastinn eða frændi hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skákmeistarinn hafi tælt sig viljuga fjórtán ára – „Nótt mín með Bobby Fischer var heppni, ekki nauðgun“

Skákmeistarinn hafi tælt sig viljuga fjórtán ára – „Nótt mín með Bobby Fischer var heppni, ekki nauðgun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Star Wars-stjarnan felldi tár þegar dómari kvað upp úrskurð gegn Disney – Stuðningur Elon Musk skipti sköpum

Star Wars-stjarnan felldi tár þegar dómari kvað upp úrskurð gegn Disney – Stuðningur Elon Musk skipti sköpum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár