HD 189733 b er sannkölluð „helvítispláneta“ eða nokkurs konar heit Júpíter. Þetta er risastór gaspláneta. Hún er í aðeins 64 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Braut hennar liggur mjög nálægt stjörnunni hennar eða 13 sinnum nær en braut Merkúrs um sólina. Hún fer einn hring um stjörnuna sína á tveimur sólarhringum. Þessi mikla nálægð við stjörnuna gerir að verkum að það er mjög heitt á plánetunni eða 925 gráður en í svo miklum hita geta ákveðnar steintegundir bráðnað.
Fyrri rannsóknir leiddu í ljós að líklega rignir bráðnuðu gleri á plánetunni og fýkur það líklega til hliðar í gríðarlegum vindi en vindhraðinn á plánetunni er allt að 800 km/klst eða þrisvar sinnum hraðari en í öflugustu fellibyljum hér á jörðinni.