fbpx
Þriðjudagur 30.júlí 2024
Fókus

Ingunn áhyggjufull að konur séu komnar aftur inn á heimilið – „Þessar konur eru margar háskólamenntaðar“

Fókus
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 14:19

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus, segist hafa miklar áhyggjur af stöðu nýbakaðra mæðra í atvinnulífinu sem eru að snúa til baka eftir fæðingarorlof.

„Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun,“ segir hún í pistli á Vísi.

„Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun.“

Ingunn segir að margar ungar mæður nefni nýja hluti sem eru að valda henni áhyggjum. Eins og að maki þeirra vilji ekki taka fæðingarorlof og að þær séu að dragast aftur úr í launaþróun.

Einnig að „samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl.“

Komnar aftur inn á heimilið

„Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu,“ segir Ingunn.

Ingunn vísar í grein sem birtist nýlega í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem sneru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru nokkrir þættir sem auðvelda mæðrum að snúa aftur á vinnumarkaðinn, eins og skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu varðandi fæðingarorlof og að það sé skapað rými fyrir móðurhlutverkið.

„Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn.

„Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sverrir er alltaf á nálum fyrir flug – Ástæðan er margra ára gömul

Sverrir er alltaf á nálum fyrir flug – Ástæðan er margra ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry með sjóðheitt flugglæfrabragð í næsta myndbandi – Mun það floppa líkt og síðasta lag?

Katy Perry með sjóðheitt flugglæfrabragð í næsta myndbandi – Mun það floppa líkt og síðasta lag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“