fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Vissu ekki að það væri byrjað að rukka við Kirkjufellsfoss – Fengu væna kröfu í heimabankann

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. júlí 2024 17:30

Íslensk náttúra er farin að kosta ansi mikið. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona greinir frá því á samfélagsmiðlum að kærasti hennar hafi fengið háa kröfu í heimabankann eftir að hafa skoðað Kirkjufellsfoss á Snæfellsnesi. Hún hafi oft komið þangað og ekki vitað að byrjað væri að rukka inn.

„Ég og kærasti minn fórum á Kirkjufellsfoss um helgina, ég hef oft komið þangað síðan ég var lítil og alltaf hefur þetta bara verið frítt,“ segir konan á samfélagsmiðlinum Reddit.

Segir hún að hún og kærasti hennar hafi ekki borgað inn, enda hafi þau ekki vitað að það kostaði. Eftir þetta hafi kærasti hennar hins vegar fengið rukkun upp á 6 þúsund krónur í heimabankann. Reiknar hún með því að myndavélar hafi náð bílnúmerinu hans.

„Í hvaða heimi er þetta í lagi. Bara því „túristar vita ekki betur“ og bara því þau geta gert þetta svona dýrt,“ segir konan og að hún sé pirruð á svona græðgi.

Kirkjufellsfoss, við Kirkjufell við Grundarfjörð, er einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna á Snæfellsnesi sem og Kirkjufellið sjálft vitaskuld. Hafa vinsældirnar verið slíkar að Grundfirðingar sjálfir hafa kvartað undan ágangi ferðamanna.

Íslendingar ættu að fá náttúrupassa

Heilmiklar umræður hafa skapast á þræðinum sem konan stofnaði. Taka flestir undir að þetta sé mjög dýrt og að þessi kostnaður ætti ekki að lenda á Íslendingum.

Fossinn og fjallið eru heimsfrægt og prýddu meðal annars kassa borðspilsins vinsæla Earth. Mynd/Boardgamegeek

„Finnst lágmark að við Íslendingar myndum fá okkar eigin „náttúrupassa“ og sleppa þannig við allan þennan rugl kostnað. Þetta er orðið svo ruglað þegar normið er 2 milljónir ferðamenn per ár, eða ca 4-5 túristar á hvern Íslending. Þá er eins og að við séum að heimsækja túristana á Íslandi frekar en öfugt,“ segir einn netverjinn.

„Okur“ og „græðgi“

Heimamaður frá Grundarfirði segir að fjöldi ferðamanna á þessum stað sé gríðarlegur.

„Ég er frá Grundarfirði og ólst upp við að hjóla að Kirkjufellsfoss í til að synda þarna um. Þetta er búið að pirra okkur Grundfirðinga ótrúlega mikið, enginn friður þarna, allt fullt af túristum á veginum, getum ekki lengur farið þarna og farið á ströndina upp við Kirkjufellið. Þoooooli þetta ekki,“ segir Grundfirðingurinn en tekur undir að þetta sé mikið okur en bendir á að búið sé að útbúa bílastæði þarna og svo þurfi að viðhalda veginum.

Annar bendir á að það sé töluvert ódýrara að borga á staðnum og að verðið sé vel merkt. Það kosti 1000 krónur að leggja þarna. Þó sé engin auka þjónusta. „Þetta er brjáluð græðgi,“ segir hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi