fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Macy Gray upplifir hrottalegar aukaverkanir á Ozempic

Fókus
Mánudaginn 29. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistarkonan Macy Gray er í hópi þeirra fjölmörgu sem freistast hafa til að nota lyfið Ozempic í baráttunni við aukakílóin. Á meðan sumir hafa lýst jákvæðri reynslu af lyfinu eru til dæmi um afar slæmar aukaverkanir.

Macy Gray, sem er orðin 56 ára og er einna best þekkt fyrir lagið I Try sem kom út árið 1999, segist hafa farið á lyfið þar sem hún hafði fitnað töluvert á síðustu árum. Áður en hún fékk lyfinu ávísað voru tökur fram undan á MTV-raunveruleikaþáttunum The Surreal Life og vildi hún líta vel út í þáttunum.

Og það var einmitt í þætti númer tvö af The Surreal Life á dögunum sem hún opnaði sig um reynslu sína af Ozempic. Ef marka má frásögn hennar í þættinum hefur það ekki verið neinn dans á rósum að vera á lyfinu.

„Guð minn góður hvað mér er illt í maganum. Ég er búin að vera með mikla hægðatregðu,“ sagði hún við kollega sína í þáttunum, Kim Zolciak og Johnny Weir. „Ég tók Ozempic og er búin að vera á fótum í alla nótt,“ bætti hún við.

Macy sagðist vera á leiðinni í tónleikaferðalag þegar þættirnir ljúka göngu sinni og hún hafi ætlað sér að léttast hratt. Hún hafi þó ekki gert sér grein fyrir aukaverkunum sem lyfinu geta fylgt.

Frásögn Gray vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlum og eru ýmsir þeirrar skoðunar að það borgi sig varla að upplifa vítiskvalir þegar fólk reynir að léttast.

Töluvert hefur verið fjallað um aukaverkanir vegna Ozempic í fjölmiðlum undanfarin misseri og sagði DV til dæmis frá því í mars síðastliðnum að tugir einstaklinga hefðu höfðað mál gegn Novo Nordisk, framleiðanda Ozempic og Wegovy vegna alvarlegra aukaverkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“