fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fókus

Ólétt og í bobba því hún veit ekki hvort barnsfaðirinn er kærastinn eða frændi hans

Fókus
Mánudaginn 29. júlí 2024 13:05

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólétt kona er í vanda eftir að hún svaf hjá frænda kærasta síns og er nú óviss um hver er faðir barnsins.

„Þetta byrjaði allt þegar kærastinn minn missti áhuga á kynlífi og ég fann fyrir svo mikilli höfnun,“ segir konan.

„Síðan reyndi eldri frændi hans við mig, hann hefur alltaf daðrað við mig en lét til skarar skríða þetta skipti og ég gat ekki staðist freistinguna.

Við vorum í fjölskyldubrúðkaupi og kærasti minn hafði farið snemma heim því hann er ekki mikil félagsvera.

Frændi hans bauðst til að redda mér fari heim. Við enduðum í hörkusleik í aftursæti í leigubíl.

Síðan þá höfum við hist allavega einu sinni í viku og stundum virkilega gott kynlíf.

Hann vill að ég fari frá kærastanum mínum svo við getum verið saman, en ég hef ekki kjarkinn til að viðurkenna hvað ég hef gert.“

Konan er 25 ára, kærasti hennar er 24 ára og frændi hans er 32 ára.

„Ég elska kærasta minn en ég er ekki ástfangin af honum. Ég er farin að hallast að því að fara frá honum og flytja inn með frænda hans,“ segir hún.

„En svo gerðist það fyrir nokkrum mánuðum að ég og kærastinn minn duttum í það og stunduðum kynlíf, í fyrsta skipti í ég veit ekki hversu langan tíma. Stuttu síðar komst ég að því að ég er ólétt og ég hef ekki hugmynd um hver er pabbinn.

Það er ekki byrjað að sjást á mér og enginn veit að ég er ólétt, en ég er komin fjóra mánuði á leið. Kærastinn minn hefur þó sett út á að ég sé búin að bæta á mig.

Þó þeir séu frændur eru þeir ekkert líkir þannig það verður örugglega mjög augljóst hver er pabbinn þegar barnið fæðist. En ég hef áhyggjur af hvaða áhrif þetta mun hafa á barnið ef ég geri ekki eitthvað í þessu núna. Ég veit ekki hvort ég eigi að viðurkenna framhjáhaldið eða halda því leyndu í von um að þetta leysist af sjálfu sér. Hvað ætti ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það hljómar eins og samband þitt og kærasta þíns sé óheilbrigt. Ekki vera áfram með honum bara því þú ert ólétt.

En það er kominn tími til að hætta að hitta frænda hans og einbeita þér að sambandinu með kærastanum þínum, sjá hvort þið getið unnið í því eða ekki.

Það hljómar eins og þið bæði þurfið að gera stórar breytingar. En ef þú ákveður að þú viljir vera með frænda hans, þá þarftu að láta vaða og fara frá kærastanum.

Hver sem er pabbinn þá verðskuldar hann að vita það og ákveða hvort hann vilji vera hluti af lífi barnsins, og ef hann vill það ekki þá áttu rétt á meðlagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar

Anna Lilja og Gestur nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd