fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fréttir

Bandarískur ferðamaður nefnir það ljótasta við Ísland – „Þetta kemur mér verulega á óvart“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um tvær milljónir ferðamanna heimsækja Ísland heim á hverju ári og eru margir þeirra duglegir að deila reynslu sinni með öðrum.

Á Reddit-síðunni Visiting Iceland birtist í gærkvöldi færsla frá bandarískum ferðamanni sem dvelur hér á landi í tvær vikur. Hann er rúmlega hálfnaður með dvölina og segist þegar hafa ekið hringinn í kringum landið og séð margt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða.

„Hvert sem ég horfi er fegurðin alltumlykjandi, hvort sem það eru steinar og klettar úti í náttúrunni, lundar, refir eða allar þessar litríku byggingar sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að sjá,“ segir ferðamaðurinn sem gagnrýnir landið þó fyrir eitt atriði.

„Það ljótasta hér er allt ruslið. Þegar ég fer út að ganga tek ég alltaf með mér poka sem ég tíni rusl í, enda er ég frá Bandaríkjunum þar sem er alltaf eitthvað rusl til að tína upp – sérstaklega með fram ströndinni. En það kemur mér verulega á óvart hversu mikið rusl ég sé á gönguleiðum og á tjaldsvæðum,“ segir ferðamaðurinn.

Hann segist ekki vilja trúa því að fólk geri þetta viljandi og vonandi sé aðeins um hugsunarleysi að ræða. Segist hann hafa gengið fram á eldhúspappír, flöskur, dósir, snakkpoka og poka með rotnandi matarleifum á þeim tíma sem hann hefur dvalið hér á landi.

„Ég er búinn að dvelja hér í átta daga og er búinn að tína upp mikið rusl. Ég vil biðla til fólks að hugsa um hvar það leggur frá sér hlutina og að passa til dæmis upp á að bréf og rusl fljúgi ekki úr úlpuvasanum,“ segir ferðamaðurinn að lokum.

Færslan hefur vakið talsverða athygli og segjast sumir geta tekið heilshugar undir með ferðamanninum. Einn sem kveðst hafa heimsótt Ísland nýlega, þar á meðal Reykjavík og Vestmannaeyjar, segir að það hafi komið honum og samferðafólki hans á óvart hversu sjaldséðar ruslatunnur voru.

„Það kom oft fyrir að við bárum með okkur ruslið langar leiðir á meðan við leituðum að ruslatunnum. Þetta varð að einskonar gríni þar sem ég bauð tíu ára syni mínum einn dollara í hvert skipti sem hann fann ruslatunnu. Ég endaði þremur dollurum fátækari. En þó að við höfum rekist á fáar ruslatunnur fannst mér Ísland heilt yfir nokkuð hreint og snyrtilegt.“

The ugliest part of iceland
byu/Hodltiltheend inVisitingIceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL
Fréttir
Í gær

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“