fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Fréttir

Stjórnlausir ungir menn handteknir af lögreglu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 07:43

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá unga menn í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um að þeir væru að brjóta rúðu á húsi í íbúðahverfi í Kópavogi.

Að sögn lögreglu voru drengirnir farnir af vettvangi áður en lögregla kom en komu aftur og brutu aðra rúðu. Drengirnir komu sér aftur undan en ekki leið á löngu þar til þeir létu aftur að sér kveða en þá voru þeir að brjóta rúðu í strætisvagnaskýli.

„Lögregla hafði uppi á drengjunum í þetta skiptið þar sem kom í ljós að þeir voru með kúbein, hamar og hníf meðferðis. Einn drengjanna réðst á einn lögreglumann með barefli við handtöku þremenninganna áður en hann var yfirbugaður.“

Í skeyti lögreglu segir að tveir drengjanna hafi verið undir 18 ára og einn undir 15 ára. Sá sem réðst á lögreglu var 18 ára og var vistaður í fangaklefa en hinir voru fluttir í önnur úrræði í samráði við foreldra og barnaverndarnefnd.

Að sögn lögreglu var einn drengjanna með ítrekaðar líflátshótanir í garð lögreglumanna en drengirnir eru sagðir eiga yfir höfði sér fjölda kæra vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL

Pabbakroppur í þröngri sundskýlu sló í gegn á ÓL
Fréttir
Í gær

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera

Háhyrningar sökktu skútu á Miðjarðarhafi – Skipstjórinn segir að dýrin hafi vitað upp á hár hvað ætti að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“

Dóttir Musk segir hann ljúga um æsku sína – „Ég notaði ekki orðið fabjúlöss þegar ég var fjögurra ára af því að ég var fjögurra ára“