Fyrir tæpum fjörtíu árum, nánar tiltekið 28. október 1986, var hinn þá 25 ára gamli Jeremy Bamber sakfelldur fyrir hrottalegt fjöldamorð á sínum nánustu. Morðin hafa verið kölluð White House Farm-morðin en Bamber var sakfelldur fyrir að drepa fósturforeldra sína, fóstursystur sína og sex ára tvíburasyni hennar. Hlaut hann lífstíðardóm fyrir glæpinn.
Tilefni morðanna átti að vera það að Bamber ásældist ríkulegan arf fósturforeldra sinna sem ættleiddu hann þegar hann var sex mánaða gamall. Hann á að hafa skotið fimmmenningana til bana með rifli en síðan kom hann vopninu fyrir í höndum fóstursystur sinnar, sem greind hafði verið með geðklofa, til þess að láta líta út fyrir að hún hefði borið ábyrgð á morðunum og síðan tekið eigið líf.
Réttarhöldin yfir Bamber vöktu mikla athygli á sínum tíma. Það var auðvelt fyrir fólk að fá áhuga á forréttindapésa sem hafði leiðst út í smáglæpi og í taumlausri græðgi sinni hafði gerst sekur um andstyggilegan glæp.
Sjálfur hefur Bamber alltaf haldið fram sakleysi sínu og hefur talsverð fylking myndast um þá kenningu að hann sé þolandi einhvers mesta réttarhneykslis í sögu Bretlands. Hann hefur margsinnis óskað eftir endurupptöku málsins en því verið hafnað. Þá hefur honum verið tilkynnt að hann m
Í dag mun i bandaríski fjölmiðillinn The New Yorker birta 17 þúsund orða grein þar sem kafað var ofan í málið. Niðurstöður greinarinnar eru sagðar benda til þess að Bamber sé mögulega saklaus eins og hann hefur alltaf haldið fram. Rannsóknarlögreglumann hafi logið til um sönnunargögn og hagrætt þeim þannig að Bamber yrði sakfelldur.
Greinarinnar er beðið með talsverði eftirvæntingu enda er Bamber einn þeirra núlifandi fanga í Bretlandi sem lengst hefur setið bak við lás og slá.