fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Egill baunar á móðgunargirni hægri manna – Hannes Hólmsteinn mjög móðgaður

Fókus
Sunnudaginn 28. júlí 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt atriði í opnunarhátíð Ólympíuleikanna hefur dregið dilk á eftir sér en um er að ræða innslag þar sem hópur sem samanstóð meðal annars af dragdrottningum og transfólki stillti sér upp svo svipaði til Síðustu kvöldmáltíðarinnar, meistaraverks Leonardo da Vinci.

Mikil reiði blossaði upp meðal trúrækna á samfélagsmiðlum í kjölfar atviksins, og sá skipulagsnefnd Ólympíuleikanna þann kostinn vænstan að biðja allt kristið fólk afsökunar á atriðinu.

Innslagið féll í grýttan jarðveg

Segir í afsökunarbeiðninni að markmið atriðisins hafi verið að vekja athygli á fáránleika ofbeldis milli mannfólksins en sá boðskapur virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan.

Hneykslunargirnin nær til Íslands eins og annarra staða heimsins en Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og einn helsti talsmaður hægri stefnu hérlendis, náði ekki upp í nef sér af hneykslun og velti því upp hver viðbrögð múhameðstrúarfólks hefði orðið:

„Skopstælingin á síðustu kvöldmáltíðinni á Ólympíuleikunum í París var ósmekkleg og raunar óskiljanleg. Hvað gekk stjórnendum til? En auðvelt er að gera sér í hugarlund, hvað hefði gerst, hefði verið reynt að gera gys að þeim minningum um Múhameð spámann, sem múslimum eru kærar,“ skrifaði prófessorinn á Facebook-síðu sína.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, einn helsti samfélagsrýnir landsins, sá sér þá leik á borði að bauna aðeins á Hannes og hægri menn:

„Oft er talað um húmorsleysi og móðgunargirni vinstra „woke“ liðsins. En málið er að liðið utarlega hægra megin er alveg jafn móðgunargjarnt og húmorslaust. Í raun algjör samhverfa – eins og reyndar í fleiri tilvikum. Og satt að segja virðist tíðarandinn sem við lifum í ekki síst einkennast af sífelldu tuði og nöldri – sem á yfirleitt upptök á samfélagsmiðlum en fjölmiðlar gefa svo vængi. Hvílík dómadags leiðindi!,“ skrifar Egill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán birtir bikinímynd í tilefni 45 ára afmælis

Ásdís Rán birtir bikinímynd í tilefni 45 ára afmælis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“