fbpx
Mánudagur 29.júlí 2024
Pressan

Fullyrða að ný rannsókn bendi til þess að geimverurnar frá Perú séu ekki mennskar

Pressan
Sunnudaginn 28. júlí 2024 19:30

Þetta er sagt vera lík geimveru. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir á fingraförum meintra geimvera frá Perú virðast benda til þess að lífverurnar séu ekki mennskar. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail um hinar umdeildu geimverur sem heimsbyggðin hefur klórað sér í kollinum yfir undanfarið árið.

Þann 13. september síðastliðinn steig blaðamaðurinn Jaime Maussan fram og sýndi mexíkóskri þingnefnd tvær perúvískar múmíur sem hann hélt fram að væru geimverur. Málið vakti talsverða athygli á heimsvísu, enda margir áhugasamir um heimsóknir frá öðrum hnöttum. Fljótlega stigu vísindamenn fram og sögðu að múmíurnar, sem fundust að sögn Maussan við Nazca-línurnar í Perú, væru vissulega ófalsaðar en vildu þó ekki staðfesta þær fullyrðingar blaðamannsins að um geimverur hafi verið að ræða.

Í nýlegri umfjöllun Daily Mail heldur lögfræðingurinn og saksóknarinn Joshua McDowell því fram að hann hafi farið til Perú og rannsakað fingraför geimveranna með  þremur bandarískum sérfræðingum. Niðurstöðurnar væru þær að allt benti til þess að ekki væri um mennskar verur að ræða.

McDowell vék sér þó undan því að fullyrða að um geimverur væri að ræða. Hann sagði rannsóknina á því vera í fullum gangi og að svo stöddu vildi hann ekki slá neinu föstu.

Talsvert hefur þó gengið á milli þeirra sem telja að þarna sé komin fyrsta sannaða tilvst geimvera og þeirra sem eru fullir efasemda. Menningarmálaráðuneyti Perú hefur til dæmis tvisvar sent frá sér yfirlýsingu um að geimverunar séu falsaðar og þá lét vísindamaðurinn, , Flavio Estrada, hafa eftir sér að geimverurnar væru „dúkkur“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð

Draumaferð tveggja bræðra til Dúbaí breyttist í algjöra martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda

Skelfing grípur um sig á þýskum sumarleyfisstað eftir morð á kráareiganda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát

Ótrúlegt myndband sýnir þegar hvalur hvolfdi bát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París

Blokkera stefnumótaforrit fyrir samkynhneigða í Ólympíuþorpinu í París
Pressan
Fyrir 1 viku

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum

Biden íhugi að stíga til hliðar á næstu dögum