fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
433Sport

Goðsögnin tapaði 74 milljónum króna á einu kvöldi og leitar til lögreglunnar – Var nýkominn til höfuðborgarinnar

433
Laugardaginn 27. júlí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska goðsögnin Zico er nú að vinna með lögreglunni í París eftir að hafa verið rændur í borginni á dögunum.

Frá þessu greinir Le Parisien en Zico er 71 árs gamall og er staddur í París að fylgjast með Ólympíuleikunum.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Brasilíu segist hafa verið rændur á meðan hann var í leigubíl í París en sökudólgarnir eru ekki fundnir.

Zico vill meina að hann hafi tapað verðmætum upp á 74 milljónir króna sem gera um 420 þúsund pund.

Skartgripum og peningum var stolið úr leigubílnum en lögreglan í höfuðborginni gerir nú sitt besta í að finna ræningjana.

Zico er sérstakur gestur á Ólympíuleikjunum en brasilíska landsliðið tekur þátt á mótinu. Atvikið átti sér stað á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Í gær

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn

Samband Osimhen og Napoli í molum – Ekki skráður í hópinn
433Sport
Í gær

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Í gær

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára