fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Hans var saknað í áratug – Líkamsleifar hans fundust á vinnustaðnum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn vissi hvað varð um Larry Ely Murillo-Moncada þegar hann hvarf árið 2009. Foreldrar hans tilkynntu hvarf hans og yfirvöld leituðu víða, en áratug síðar fundu verktakar lík hans á vinnustað hans. Hvarf og fundur Larry vöktu mikla athygli á sínum tíma og var fjallað um í fjölmiðlum víða.

Yfirvöld gerðu ítarlega leit að Larry í fyrstu og höfðu samband við fjölskyldumeðlimi og aðrar lögreglustofnanir, þar á meðal fangageymslur og bandarísku útlendinga- og tollgæsluna. Larry hafði verið vísað úr landi til Hondúras áður en hann hélt aftur til Bandaríkjanna og hóf störf hjá matvöruversluninni No Frills Supermarket í Council Bluffs í Iowa. 

Larry hljóp í burtu frá heimili foreldra sinna í Iowa í Bandaríkjunum í nóvember árið 2009 og hvarf á dularfullan hátt – eða það héldu þeir. Ekkert spurðist til hans fyrr en í janúar árið 2019 þegar lík hans fannst fast á bak við kælir á vinnustaðnum hans. No Frills Supermarket lokaði árið 2016, en verktakar byrjuðu að fjarlægja hillur og kæla úr fyrrum matvöruversluninni snemma árs árið 2019. 

Larry Ely Murillo-Moncada

Talið er að hinn 25 ára gamli Larry, sem var í uppnámi út í foreldra sína og talinn hafa hagað sér óskynsamlega vegna lyfjanna sem hann var á, hafi klifrað upp kælana í vinnunni sér til skemmtunar en lent óvart á milli 18 tommu bils á milli kælanna og veggsins. Kælarnir gáfu frá sér mikið hávaða sem líklega leiddi til dauða hans.

„Hljóðið var svo hátt að það var líklega engin leið fyrir einhvern að heyra til hans,“ sagði lögreglumaðurinn Brandon Danielson.

CNN greindi frá því að DNA frá foreldrum hans hefði verið notað til bera kennsl á líkið. Lýsingin á klæðnaði hans úr skýrslunni vegna hvarfs hans passaði líka við líkið sem fannst.  Svæðið sem lík Larry fannst á var óopinber afdrepstaður starfsmannanna, tímabundið athvarf frá starfinu og viðskiptavinum þess. Það var fyrst og fremst notað sem geymslupláss en starfsmenn tóku sér pásu þar. Fyrrverandi vinnufélagar Larry sögðu lögreglunni að starfsmenn hefðu oft klifrað á kælunum og öðru dóti til að láta tímann líða.

Krufning sýndi engin merki um áverka, sem leiddi til þess að opinber dánarorsök Larry var úrskurðuð slys. Talið er að lyfin sem hann var á hafi valdið því að hann heyrði raddir og fékk ofskynjanir. Móðir hans, Ana Moncada, sagði við lögreglu árið 2009 að sonur hennar hefði verið í ójafnvægi þegar hann hljóp að heiman og að raddir sögðu honum að „borða sykur“. Honum fannst hjarta sitt slá of mikið og hugsaði með sér að ef hann borðaði sykur myndi hjarta hans ekki slá svona mikið,“ sagði hún. 

Danielson bætti við að óveður og mikill stormur hefði geisað þegar Larry hljóp að heiman,  algjörlega óviðbúinn þeim aðstæðum. „Það var snjóstormur á þeim tíma. Hann fór út skó- og sokkalaus, ekki á bíl og ekki með lykla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?