fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Undirbýr sig í Graceland fyrir Íslandsheimsókn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Elvis Presley á Íslandi eiga von á góðri skemmtun þegar skemmtikrafturinn Emilio Santoro stígur á svið í Hörpu í september. Söngvarinn er þessa dagana að búa sig undir að keppa í úrslitum The Ultimate Elvis Tribute Artist Contest sem haldið verður í næsta mánuði á Graceland-búgarðinum, heimili konungs rokksins í Memphis Tennessee.

Viðburðurinn í Graceland er bæði sá eftirsóttasti og sá eini sem Elvis Presley Enterprises leggur blessun sína yfir og dregur því að alla bestu Elvis-flytjendur heimsins. Fyrr á þessu ári tók Santoro sér hlé frá tónleikaferðalagi um heimaland sitt Bretland, til að keppa og hreppa 1. sæti á Nashville Elvis-hátíðinni sem skilaði honum í undanúrslit í The Ultimate Elvis Contest.

Kappinn mætir því ferskur og í toppformi til Íslands frá Graceland með sína margverðlaunuðu sýningu Emilio Santoro sem Elvis, aðeins í eitt kvöld, þann 20. september í Eldborgarsal Hörpu.

Santoro treður upp með níu manna bandi, The Creoles, og túlkar Elvis á yngri árum á magnaðan hátt í mörgum af stærstu rokksmellum sögunnar: Jailhouse Rock, Devil in Disguise, Can’t Help Falling in Love, Hound Dog, Always on My Mind og fleirum.

„Ég er mjög spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn og svo auðvitað að vera að keppa um Ultimate Elvis-titilinn aðeins nokkrum vikum fyrr. Það verður mikill heiður að koma fram á Graceland á Elvis-vikunni 2024 – ég get ekki beðið eftir því og að fá svo að deila reynslu minni með Elvis-aðdáendum á Íslandi. Við munum örugglega hristast öll saman,“ segir Emilio Santoro.

Santoro er núna 21 árs, hann kom fyrst fram í Bandaríkjunum í Memphis, heimaborg Elvis, þegar hann var 17 ára. Þar sigraði hann í Images of the King sem er heimsmeistaramót áhugamanna í hlutverki Elvis, áður en hann vann tvo eftirsótta Elvis-titla í Bretlandi sama ár.

Árið 2022 fór Santoro með sigur af hólmi í European Elvis Championships í Birmingham á Englandi og hafði þar með sópað til sín öllum evrópsku titlunum sem í boði voru. Síðar sama ár vann hann People’s Choice verðlaun í Kanada á Niagara Falls Elvis Festival áður en hann hreppti hinn eftirsótta titil Images of the King Professional World Champion sem var söguleg stund, því hann varð þar með yngstur Evrópubúa til að vinna heimsmeistaratitil og það rétt hjá Elvis Presley Boulevard. Hann lauk svo þessu eftirminnilega ári með því að heilla áhorfendur upp úr skónum í úrslitum America’s Got Talent 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli