fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Katy Perry með sjóðheitt flugglæfrabragð í næsta myndbandi – Mun það floppa líkt og síðasta lag?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Katy Perry myndaði nýlega tónlistarmyndband við næsta lag sitt, að þessu sinni sannkallað flugglæfraáhættuatriði, sem er skondið í ljósi þess að síðasta tónlistarmyndband hennar brotlenti harkalega.

Sjá einnig: Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Lagið Woman´s World var frumsýnt þann 11. júlí síðastliðinn og átti að marka endurkomu Perry með miklum hvelli. Um var að ræða fyrsta lagið á tilvonandi plötu Perry, 143, sem komu á út  20. september og er sú fyrsta frá því að Smile kom út árið 2020, sem fékk ekki sömu viðtökur og fyrri plötur Perry. 143, sem er kóði fyrir „Ég elska þig“ var oft notaður í skilaboðum sem send voru á símum á tíunda áratugnum.

Að þessu sinni skellti Perry sér í dramatískan silfurblöðrukjól til að taka upp myndbandið.. Undir var hún í silfurlitum brjóstahaldara og brók, og háhælasnákaskinnsstígvél toppuðu útlitið.  Henni til halds og traust við danssýninguna í loftinu var spænski áhættuleikarinn ​​Oscar Dorta. Saman framkvæmdu þau fjölda hrikalegra hreyfinga í loftinu.

Perry er sögð vera brjáluð  og krefjast þess að teymi hennar snúi aftur að hugmyndavinnunni til að bjarga nýju plötunni hennar, eftir að Woman’s World floppaði á Billboard og Spotify vinsældalistunum. Heimildamaður segir hana kenna öllum öðrum en sjálfri sér um viðtökurnar og segir hann Perry í örvæntingu að reyna að búa til nýja áætlun til að bjarga tónlistarlegri endurkomu hennar.

Woman’s World, sem á eins og nafnið bendir til að vera kraftmikið femínistalag, var fljótlega vísað frá sem ófrumlegu, formúlukenndu og uppfullu af hræsni. Perry sætti einnig gagnrýni fyrir kynferðislegt tón myndbandsins, sem og ákvörðun hennar um að vinna með tónlistarframleiðandanum Dr. Luke eftir mjög umtalað dómsmál hans og söngkonunnar Kesha.

„Katy er brjáluð núna vegna þess að hún er mjög meðvituð um viðbrögðin sem Woman’s World fær,“ sagði heimildamaðurinn. „Hún bendir á alla nema sjálfa sig, en þetta er henni sjálfri að kenna.“

Heimildarmaðurinn hélt því fram að stærsta áhættan sem Katy hefði tekið væri að tengjast Dr. Luke á ný, en þau unnu saman meðal annars að lögunum I Kissed a Girl árið 2008 og California Gurls árið 2010, áður en Kesha kærði hann fyrir kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Framleiðandinn, sem heitir réttu nafni Łukasz Gottwald, neitaði öllum ásökunum, þar á meðal fullyrðingu Kesha um að hann hefði nauðgað Perry, sem hún gaf ekkert fyrir.

Dr. Luke og Kesha

Dómari í New York fylki úrskurðaði Gottwald í vil árið 2020 og sagði að Kesha hefði rægt fyrrverandi framleiðanda sinn með kröfunni og áfrýjunardómstóll staðfesti þá ákvörðun árið 2021. Tónlistarunnendur hafa verið háværir um fyrirlitningu sína á hverjum þeim listamanni sem velur að vinna með Gottwald í kjölfar ásakana Kesha, þrátt fyrir að þau hafi náð sáttum árið 2023.

Dr. Luke og Perry

Sumir af aðdáendum Perry hafa varið hana með því að halda því fram að hún hafi verið neydd til að vinna með Dr. Luke vegna samningsbundinna skuldbindinga. En Perry hefur áður staðfest að hún hafi engin tengsl við framleiðandann. Í vitnisburði hennar árið 2018 vegna máls Kesha gegn Dr. Luke, staðfesti Perry að hún hefði aðeins skrifað undir þriggja plötu útgáfusamning við Kemosabe Records og að þau væru ekki lengur í samningssambandi.

Hún viðurkenndi einnig að hún vissi hver viðbrögð almennings yrðu ef hún kysi að vinna með Dr. Luke í baráttu hans við Kesha. „Að vinna með honum á þessari stundu yrði ekki vel tekið vegna þessa máls,“ sagði hún.

Þegar hún var spurð hvort hún teldi að vinna með Dr. Luke myndi hafa möguleg áhrif á árangur framtíðarútgáfu, svaraði Perry: „Fólk myndi mótmæla, koma af stað ófrægingarherferð, bara 20 mismunandi frásagnir aðrar en sú raunverulega.“

Perry mun hafa verið vöruð við að fara aftur í samstarf við Dr. Luke fyrir nýju plötuna, en Perry lét slíkar aðvaranir sem vind um eyru þjóta.

„Hún var klikkuð að halda að Dr. Luke væri góð hugmynd. Hún hlustaði ekki á neinn,“ sagði heimildamaðurinn. „Í stað þess að kafa djúpt inn á við og skapa list gaf hún eitthvað út sem hljómaði eins og það hefði getað verið á plötu hennar frá 2010.“

Lagið er jafnframt aðallega skrifað af karlmönnum. Dr. Luke, Aaron Joseph, Vaughn Oliver og Rocco skrifuðu og framleiddu lagið,  á meðan Perry og Chloe Angelides eru einu konurnar sem lögðu sitt á vogarskálarnar við lagið. Ekki ein einasta kona kemur að framleiðslu plötunnar.

„Þú gerir ekki lag um valdeflingu kvenna með bara körlum,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Katy getur ekki samsamað sig öðrum konum vegna þess að hún býr í frægðarbúbblunni sinni. Hún veit ekkert um hvernig það er að vera kona í hinum raunverulega heimi. Hún er ekki að nota stjörnukraft sinn til að breyta heiminum – hún notar hann til að græða peninga.“

„Við erum bara að skemmta okkur, erum dálítið kaldhæðin með það,“ sagði hún í myndbandi bak við tjöldin á tökustað. 

Þegar aðeins nokkrar vikur eru í útgáfudag nýju plötunnar vinnur Perry nú í örvæntingu með teymi sínu að því að aðlaga plötuna til að tryggja henni betri viðtökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn