fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Sverrir er alltaf á nálum fyrir flug – Ástæðan er margra ára gömul

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Norland, rithöfundur, bókaútgefandi og sérfræðingur samskipta og sjálfabærni hjá Arion banka segist haldinn ákveðnum flugkvíða, sem felst í því að hann vill alltaf vera kominn tímanlega út á völl. Ástæðuna má að sögn Sverris rekja til atviks fyrir mörgum árum:

„Fyrir mörgum árum var ég í námi úti í London og heimsótti þá vin minn sem var í skiptinámi í Vínarborg. Síðasta kvöldið mitt í Vín ákváðum við að fara út í „einn bjór“ en svo, þegar á hólminn var komið, fannst okkur vissara að hafa þá aðeins fleiri. Í sem stystu máli missti ég af fluginu.

Síðan þá er ég alltaf svolítið á nálum í aðdraganda flugs og vil vera kominn tímanlega út á völl. Í þetta skiptið flýg ég einn frá París (engin börn!) og er með nægt lesefni til að knýja litla eldflaug,“

Segir Sverrir í færslu á Facebook.

„Og ég ákvað svo sannarlega að vera tímanlega á ferðinni. Í dag er opnunarhátíð Ólympíuleikana og fólk hamaðist við að benda mér á að af henni gæti hlotist alls konar rask. Lestarnar gætu lent í rugli. Mýtólógískar verur á borð við dreka kynnu að éta Terminal 1 og af því hlytist augljóslega seinkun.

En svo hefur bara aldrei verið auðveldara að komast út á völl. Ég steig beint inn í RER B-lestina á Gare de nord og var kominn hingað á mettíma, áður en ég náði að klára umfjöllun The New York Times um Ólympíuleikana í París.

Nú sit ég hér aleinn og horfi á flugvélina sem flýgur til Reykjavíkur klukkan 14:00. (Mín fer klukkan 17.) Það liggur við að ég spyrji hvort ég megi fara með fyrri vélinni.

Öll þessi taugaveiklun einungis vegna þess að ég drakk nokkra bjóra úti í Vínarborg fyrir fjórtán árum!“

„Skrifaðu bara nokkrar örsögur á meðan – ekki fá þér bjór/a,“ bendir ein vinkona hans Sverri á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað

Þetta myndu Brynhildur og Sara Jasmín gera ef kærastar þeirra færu á strippstað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine

Mættu búningaklæddar í anda Deadpool & Wolverine
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum