fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Taldi nágrannann njósna um sig með dyrabjöllumyndavél – Orð stóðu gegn orði og athæfi nágrannans talið venjulegt og lögmætt

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 14:30

Mynd: Hoombli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í tvíbýlishúsi kvartaði yfir því að nágranni hans notaði dyrabjöllumyndavél. Í kvörtun sinni til Persónuverndar kvartaði íbúinn yfir því að nágranninn hefði sett á dyrabjöllu á dyrakarminn hjá sér, á henni væri myndavél sem vísaði að útidyrum kvartandans. Myndavélin sé með hreyfiskynjara og fari í gang í hvert skipti sem kvartandi gangi um útidyr sínar.

Hafði kvartandinn kvartað áður til lögreglu. Í málinu lágu fyrir dagbókarfærslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljósmyndir sem teknar voru frá dyrakarmi íbúðar kvartanda og vísa yfir á útidyr nágrannans þar sem umrædd dyrabjöllumyndavél er uppsett. Blátt ljós sést loga á neðri hluta dyrabjöllunnar.

Dyrabjallan sendir notanda tilkynningu um hreyfingu

Ágreiningurinn snerist um hvort nágrannanum væri heimil notkun dyrabjöllumyndavélar sem staðsett er við útidyr hans í tvíbýlishúsi þar sem sjónsvið myndavélarinnar nái til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið.

Dyrabjallan er af gerðinni Hombli Smart Doorbell og á vefsíðu framleiðanda tækisins kemur meðal annars fram að dyrabjallan er búin hreyfiskynjara og er tengd við snjallforrit Hombli í gegnum síma notandans. Notandi tækisins fær þannig senda tilkynningu og skjáskot úr myndavélinni þegar tækið skynjar hreyfingu. Þá er unnt er að stilla næmni hreyfiskynjunarinnar á þrjá vegu eða slökkva alfarið á virkninni. Að auki er unnt að varðveita myndir og myndskeið úr vélinni á minniskorti og í skýjaþjónustu.

Mynd: Hoombli

Taldi slíka vöktun óheimila

Kvartandi taldi umrædda vöktun óheimila samkvæmt persónuverndarlögum og óskaði þess að Persónuvernd aðstoðaði við að fá myndavélina fjarlægða. 

Nágranninn sagði að engin eftirlitsmyndavél væri á hans vegum á húsinu. Hins vegar væri þar dyrabjalla með myndavél, af tegundinni Hombli Smart Doorbell, sem unnt er að tengja við síma þegar bjöllunni er hringt. Hún virki því eins og þráðlaus dyrasími. Allar stillingar séu á lægsta stigi og hvorki myndir né myndskeið séu varðveitt úr dyrabjöllunni. Dyrabjallan hafi að auki verið stillt með þeim hætti að engar tilkynningar berist í síma.

Að mati Persónuverndar verður því að ganga út frá því að vinnsla persónuupplýsinga með myndavél á dyrabjöllu falli almennt innan gildissviðs laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sé um rafræna vöktun að ræða sem nær út fyrir einkayfirráðasvæði þess sem viðhefur vöktunina.

Skipti máli hvort hreyfiskynjunin væri virk

„Í því máli sem hér er til úrlausnar hefur að mati Persónuverndar þýðingu hvort hreyfiskynjun dyrabjöllumyndavélarinnar sé virk. Fari myndavél dyrabjöllunnar í gang í hvert skipti sem kvartandi gengur um veginn fyrir framan húsið, sem sjónsvið myndavélarinnar nær til, væri að mati Persónuverndar um rafræna vöktun að ræða sem félli innan gildissviðs persónuverndarlöggjafarinnar. Öðru máli gegnir hins vegar ef myndavélin fer eingöngu í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Við þær aðstæður fellur vinnslan ekki undir áðurgreinda skilgreiningu rafrænnar vöktunar, sbr. umfjöllun í efnisgrein 14, þar sem hún er hvorki viðvarandi né endurtekin reglulega. Það er jafnframt mat stofnunarinnar að slík notkun dyrabjöllu geti talist venjuleg og lögmæt athöfn sem fer eingöngu fram í þágu eiganda hennar og fjölskyldu hans.“

Að virtum gögnum málsins og andmælum eiganda dyrabjöllumyndavélarinnar taldi Persónuvernd þannig ósannað að myndavélin færi í gang við skynjun hreyfingar, hér stæðu einfaldlega orð gegn orði.

Ú r s k u r ð a r o r ð:

„Ósannað er að átt hafi sér stað vinnsla persónuupplýsinga um [A], með myndavél á [B], sem fellur undir gildissvið laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og reglugerðar (ESB) 2016/679.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt