fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlag á matvöru hefur tekið að hækka hratt, um 0,65% milli mánaða eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ.

Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að hækkanirnar séu mestar í verslunum Samkaupa; Kjörbúðinni, Nettó og Krambúðinni. Verðlag lækkar í Heimkaupum, einni verslana. Aðrar verslanir eru á svipuðu róli og í fyrri mánuðum.

Verðlagseftirlit ASÍ segir að hækkanir mánaðarins nái yfir marga vöruflokka. Í fyrri mánuðum hefur verið á súkkulaði til dæmis hækkað sérlega mikið, en nú er hækkunin komin í ferskvöru, niðursoðið grænmeti og þvíumlíkt. Nefnd eru dæmi um hækkanir:

  • Bonduelle grænar baunir hafa hækkað um 30% í Nettó, úr 299 í 389kr. Þær hækka um 20% í Krónunni. Bonduelle smágulrætur hækka um 29% og belgbaunir um 20% í Nettó.
  • Ora grænar baunir hækka um 12% í Nettó en um 2,6% í Bónus og Krónunni. Frá maí hafa Ora sneiddir sveppir í dós hækkað um 12% í Nettó, 14% í Krambúðinni og 20% í Kjörbúðinni.
  • Pottagaldra karrý hækkar um 5,7% í Nettó og um 4,2% í Bónus og Krónunni. Pottagaldra kúmín hækkar um 12% í Krónunni, 10% í Hagkaup og 6,4% í Nettó.
  • Sellerí hækkar um 54% í Krónunni, 23% í Hagkaup og 9,1% í Nettó.
  • Bökunarkartöflur hækka um 20% í Krónunni.
  • Pfanner ACE safi hækkar um 33-5% í Kjörbúðinni, Krambúðinni og Nettó, 4,2% í Bónus og 3,6% í Hagkaup.
  • G-mjólk, lítil ferna, hækkar um 9,6% í Kjörbúðinni og 5,9% í Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni.

MS Nýmjólk hækkar um 1% í Kjörbúðinni og Nettó en stendur í stað í Heimkaupum, Hagkaup, Bónus og Krónunni.

Bent er á það að vörur frá Freyju hafi einnig hækkað á milli mánaða og fylgja þar með í spor annarra súkkulaðiframleiðenda. Greindi verðlagseftirlitið frá því í lok mars að Nói Síríus og Góa-Linda hefðu hækkað verð sín en Freyja ekki. Nú hafi vörur Freyju hækkað líka,  til dæmis hækkar verð súkkulaðiplötu með Djúpum um 16% í Nettó, 14% í Krónunni og 11% í Hagkaup. Stór Freyju Rís hækkar um 22% í Bónus, 21% í Krónunni, 20% í Nettó og 11% í Hagkaup.

Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna könnunarinnar kemur fram að verðlag í matvöruverslunum hafi hækkað um 1,45% frá undirritun kjarasamninga, sem jafngildir 4,0% á ársgrundvelli.

„Um helmingur hækkunarinnar hefur orðið á undanförnum vikum og skorðast kippurinn að miklu leyti við verslanir Samkaupa. Þegar stærstu fjórar verslanir landsins eru skoðaðar sést að hækkunartaktur verðlags í Bónus, Krónunni og Hagkaup hefur verið á bilinu 0-0,6% á mánuði, og sama gilti um Nettó þar til nú.

Þegar fleiri verslanir eru skoðaðar má sjá eftirfarandi mynstur; verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hefur hækkað hraðast undanfarnar vikur, en það hefur lækkað í Heimkaupum. Aðrar búðir eru á svipuðu róli og undanfarna mánuði.

Á grafinu eru verslanir Samkaupa merktar með bláu, Heimkaup með rauðu og aðrar með svörtu.

Í frétt ASÍ er tekið fram að verðlagsbreytingar séu reiknaðar með vigtun vöruflokka og verslana. „Þegar talað er um breytingu á verðlagi er um að ræða veginn útreikning, en breyting á verði merkir stakan samanburð eða óvegið meðaltal. Við verðsamanburð eru skoðuð meðalverð sérhverrar vöru yfir mánuðinn (eða 6-13. mars þegar borið er saman við undirritun kjarasamninga) og borin saman við meðalverð mánuðarins á undan. Breytingar eru svo vegnar útfrá mikilvægi vöruflokka. Fjöldi samanburða í hverjum mánuði er um eða yfir 20.000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn