fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Styttist í næsta kvikuhlaup eða eldgos – Veðurstofan birtir nýja uppfærslu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram er gert ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum og hefur skjálftavirkni við kvikuganginn í Sundhnjúksgígaröðinni aukist lítillega síðustu daga.

Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands á stöðu mála á Reykjanesskaganum. Þar segir jafnframt að kvikusöfnun og landris haldi áfram jöfnum hraða.

„Skjálftavirknin síðustu daga hefur aukist lítillega en er enn frekar lítil. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í grennd við kvikuganginn í Sundhnjúksgígaröðinni síðastliðinn sólarhring og tæplega 130 síðastliðna viku. Flestir þeirra eru undir einum að stærð og eru á svipuðum slóðum og í fyrri atburðum. Til samanburðar mældust að öllu jöfnu rúmlega 50 skjálftar daglega í aðdraganda síðasta goss,“ segir í frétt Veðurstofunnar.

Þá er vísað í nýjustu GPS-gögn og gervitunglamyndir sem staðfesta að landris og kvikusöfnun haldi áfram nokkuð jöfnum hraða ef horft er til síðustu vikna. Haldist hraðinn óbreyttur megi gera ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum.

Veðurstofan áréttar að kvikuhlaup án eldgoss geti skapað hættu og valdið tjóni og vísar í fréttafærslu fyrr í vikunni þar sem birtar voru tvær sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi. Í seinni sviðsmyndinni var talað um þann möguleika að hraun gæti komið upp innan Grindavíkur, skapað hættu og valdið tjóni. Kvikuhlaup án eldgoss getur þó einnig skapað hættu og valdið tjóni eins og að framan greinir.

Í fréttinni er haft eftir Benedikt Ófeigssyni, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, að í þau sjö skipti sem kvika hefur hlaupið úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina höfum við fimm sinnum fengið eldgos.

„Við verðum því að reikna með þeim möguleika að fá kvikuhlaup án þess að til eldgoss komi“, segir Benedikt . Hingað til hefur kvika brotið sér leið úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina rétt austan Sýlingarfells og þaðan í suður í átt að Hagafelli.

„Það er mikilvægt að átta sig á því að ef við fáum öflugt kvikuhlaup úr Svartsengi þá er mögulegt að kvikugangur sem þá myndast nái suður fyrir Hagafell og það mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík, jafnvel þó að ekki komi til eldgoss. Mesta tjón á innviðum og eignum í Grindavík er einmitt vegna sprunguhreyfinga í atburðunum 10. nóvember 2023 og 14. janúar 2024,“ segir Benedikt.

Veðurstofan bendir einnig á uppfært hættumat sem gefið var út í byrjun vikunnar og gildir til 30. júlí næstkomandi að öllu óbreyttu.

„Veðurstofan vill leggja áherslu á að hættumat fyrir hvert svæði er fengið með því að leggja mat á líkur þess að tiltekin hætta myndist eða muni hafa áhrif á skilgreindum svæðum.“

Lagt sé mat á líkur fyrir alls sjö hættur á hverju svæði og er þetta mat svo lagt saman sem síðan gefur niðurstöðu fyrir „heildarhættu“ á svæðinu. Hættan fyrir allt svæði Grindavíkur er metin mikil“ en líkur á „gosopnun“ metnar „töluverðar“. Líkur á hættu vegna „hraunflæðis“ og „gasmengunar“ séu hins vegar metnar „miklar“

Í síðustu viku þegar svæðið fyrir Grindavík fór úr appelsínugulu (töluverð hætta) yfir í rautt (mikil hætta) var það vegna þess að auknar líkur voru á hættu vegna hraunflæðis og gasmengunar. Mat fyrir líkur á gosopnun innan Grindavíkur stóð í stað, og er nú metin „töluverð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina

Sumarið kemur til Reykjavíkur á morgun – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“

Rafmagnsgirðingin í Kjós fundin – „Hver sá sem gerði þetta þarf að gera sér grein fyrir mögulegum óafturkræfum afleiðingum af slíku athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur

Segir nær útilokað að það gjósi innan Grindavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn