fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskips með 1400 tonn af sprengiefnum innanborðs

Pressan
Sunnudaginn 28. júlí 2024 09:00

Flakið er þekkt kennileiti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld hafa áhyggjur af flaki herskipsins SS Richard Montgomery sem legið hefur í votri gröf við ósa Thames-árinnar síðan undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í flaki herskipsins, sem stundum er nefnt Dómsdagsflakið, eru enn rúmlega 1.400 tonn af sprengiefnum sem hafa legið þar óhreyfð síðan herskipið strandaði, brotnaði í tvennt og sökk þann 20. ágúst 1944.

Svona liggur Dómsdagsflakið á sjávarbotni

Nýjar rannsóknir á flakinu benda hins vegar til þess að flakið sé að grotna niður hraðar en búist var við og aukin hætta er á gríðarlegri sprengingu sem gæti valdið gríðarlegu tjóni. Til að mynda óttast yfirvöld að slík sprenging gæti orsakað gríðarlega flóðbylgju upp Thames-ána með ófyrirséðum afleiðingum. Í fréttum breskra miðla kemur fram að þróunin hafi verið afar hröð undanfarið árið og aðgerða sé þörf.

Flakið er þekkt kennileiti hafnarbæjarins Sheerness en þaðan má enn sjá í möstur skipsins. Núna undirbúa yfirvöld meðal annars að fjarlægja þau út af hættu á því að ef þau falli þá gætu þau orsakaði sprengingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár