fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gréta Karen tók lagið með Ken Jeong

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 10:29

Gréta Karen Grétarsdóttir og Ken Jeong. Myndir/Instagram/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, leikkonan og áhrifavaldurinn Gréta Karen Grétarsdóttir tók lagið með leikaranum Ken Jeong í fimmtugsafmæli hans fyrir nokkrum árum.

Gréta Karen birti myndband af karíókídúett þeirra á Instagram og hafði DV samband við söngkonuna til að vita meira.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G R É T A K A R E N (@gretakg)

Ken Jeong er leikari og grínisti sem sló í gegn sem Leslie Chow í Hangover kvikmyndunum. Hann vakti einnig mikla lukku sem Ben Chang í þáttunum Community.

Gréta Karen bjó í rúmlega áratug í Los Angeles en flutti aftur til Íslands þegar Covid skall á.

Þegar hún bjó í borg englanna var hún vön að heimsækja vinsæla uppistandsklúbbinn The Comedy Store og aðra slíka staði og eignaðist þar vini í kjölfarið. „Einhver sameiginlegur vinur okkar bauð mér í afmæli hjá Ken Jeong, þetta var fimmtugsafmæli hans. Þar tókum við lagið saman, það var karíókíþema og þetta var geggjað gaman,“ segir hún.

Gréta Karen er ekki óvön því að syngja með frægum, en hún hefur til að mynda sungið inn á plötu hjá Gavin Rossdale í Bush og með ástsæla söngvaranum Tom Jones.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram