Brynjar Níelsson samfélagsrýnir tjáir sig á gamansaman hátt um hjónabandið og segist ekkert skilja þolinmæði margra til að hanga í slíku. Sjálfur er hann giftur og hefur verið í áratugi, mögulega er konan hans þolinmóð, hver veit.
„Las einhvers staðar í fréttum að rúmlega annað hvert hjónaband endar með skilnaði. Mér finnst það ekki hátt hlutfall og hef aldrei skilið þolinmæði margra í hjónabandi, einkum kvenna. Sum hjónabönd geta varað áratugum saman þótt hjónin séu eins og svart og hvítt,“
segir Brynjar í færslu á Facebook-síðu sinni.
Tekur hann dæmi um langt hjónaband, sem líklega er samt ekki hans eigið:
„Ég þekki dæmi um langt hjónaband þar sem konan hefur áhuga á listum og fegurð mannlífsins en karlinn situr bara á hlýrabol og horfir hálf rænulaus á íþróttir í sjónvarpinu. Bækur á náttborðinu segja oft hve ólík hjón geta verið. Hjá þessum hjónum heitir bókin á náttborði konunnar „Er maki þinn narssisisti eða fáviti“ en á náttborði karlsins er bókin „kynlíf aldraðra“ , sem mér skilst að sé einhver sjálfshjálparbók um það hvernig eigi að rifja upp gamla takta við þessa iðju.“
.