fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Skákmeistarinn hafi tælt sig viljuga fjórtán ára – „Nótt mín með Bobby Fischer var heppni, ekki nauðgun“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. júlí 2024 12:00

Mayra heimsótti gröf Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði nálægt Selfossi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Mayra Montero greinir frá því í nýrri bók að hún hafi sofið hjá skákmeistaranum Bobby Fischer þegar hún var aðeins 14 ára gömul. Bobby var þá 23 ára gamall en hún segir þetta ekki hafa verið nauðgun.

Mayra Montero er kúbansk-púertó ríkanskur rithöfundur og blaðamaður sem hefur látið sig ýmis mál varða. Meðal annars stuðning við sjálfstæði Púertó Ríkó frá Bandaríkjunum.

Hefur Mayra skrifað mikið af smásögum og stuttum skáldsögum, sem oftar en ekki eru með kynferðislegu ívafi og lýsingum. Hefur hún hlotið ýmis verðlaun fyrir bækur sínar. En hún hefur einnig skrifað sannsögulegar bækur og greinar, byggðar á heimildum, meðal annars um glæpi.

Gat ekki skrifað söguna á meðan móðir og eiginmaður lifðu

Mayra er 72 ára í dag og í nýjust bók sinni, sem er í grunninn persónuleg fjölskyldu harmsaga, segir hún frá því að hafa sængað hjá skákmeistaranum á hótelherbergi í Havana árið 1966. Reyndar er samband hennar og Fischer miðpunkturinn í bókinni sem kallast Dagurinn sem Bobby kom ekki niður til að spila, eða La Tarde qe Bobby no bajó a juguar á frummálinu.

Í bókinni heitir 14 ára stúlkan Miriam, en persónan er byggð á Mayru sjálfri. Sagan fjallar um þegar Bobby kom til Havana til þess að taka þátt í Ólympíumótinu í skák. Miriam fór upp á hótelherbergi stjörnunnar til þess að fá eiginhandaráritun hans en þess í stað sváfu þau saman í því sem Mayra lýsir sem eldheitu ástarsambandi.

„Nótt mín með Bobby Fischer var heppni, ekki nauðgun,“ segir Mayra meðal annars í viðtali við spænska dagblaðið El País á dögunum.

Mayra segist ekki hafa getað sagt þessa sögu á meðan móðir hennar var á lífi og heldur ekki eiginmaður hennar, sem lést fyrir 11 árum síðan.

„Það er eitt að skrifa skáldaðar erótískar sögur sem honum fannst bara skemmtilegt, en annað að skrifa um alvöru reynslu, að skrifa um mann sem þú elskaðir, jafn vel þó það væri platónsk ást eftir einnar nætur gaman,“ segir Mayra í viðtalinu.

Hefði farið í fangelsi í dag

Mayra segir að þó að Bobby hafi verið 23 ára gamall hafi hann litið út eins og jafn aldri hennar, jafn vel óþroskaðri en 15 og 16 ára vinir hennar. Hann hafi verið skrýtinn og bæði sýnt henni mikla ástúð en samt ekki.

Mayra beið í 58 ár með að segja söguna. Mynd/Getty

Segist hún gera sér fullkomlega grein fyrir að hún verði dæmd fyrir að skrifa þessa bók. Það er að hún standist ekki kröfur nútímans um hvernig litið sé á samband sem þetta, það er samband á milli fullorðins karlmanns og stúlku, barnaníð.

„Hann hefði farið í fangelsi,“ segir Mayra. „Fyrir mig var það líka glæpur að fara inn á herbergi hjá Ameríkana á Ólympíumótinu í skák. Allt gerðist svo hratt.“

Eins og guð af himnum ofan

Aðspurð um hvernig þetta hefði gerst, hvort Bobby hefði tælt hana eða nauðgað segir Mayra að tæling sé rétta orðið.

„Ég sá hvað var að gerast mjög glögglega. Ég fann ekki fyrir neinu ofbeldi,“ segir Mayra. Hann hafi boðið henni rjómaís og svo kysst hana. Henni hafi fundist hann fallegur og ólíkur kúbönsku drengjunum sem hún þekkti. Eins og guð hefði fallið af himnum ofan og hún væri svo heppin.

Fylgidst með úr fjarska

Segir hún að umræða um upplýst samþykki hennar sem 14 ára stúlku hafi ekki verið inni í myndinni á þessum tíma. Frænkur hennar hefðu gifst 13 og 15 ára gamlar. Hún hafi litið svo á að hún væri með stráki, ekki gömlum níðingi.

Eftir þetta hittust Mayra og Bobby aldrei aftur. Hann vissi ekki hvar hún væri en hún fylgdist með honum úr fjarska. Segist hún hafa orðið sorgmædd að sjá hvernig hann varð, plagaður af vænisýki, gagnvart Rússum, gagnvart gyðingum.

Seinna hafi Bobby farið í fangelsi í Japan og svo loks til Íslands, þar sem hann dvaldi síðustu árin sem íslenskur ríkisborgari.

„Hann varð eins og smábarn, samt gamall, búinn að vera,“ sagði Mayra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Pabbahelgi í Glasgow“

Vikan á Instagram – „Pabbahelgi í Glasgow“