fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 08:20

Við höfum upplifað í svolítinn tíma, bæði hjá hópum og einstaklingum, að fólki finnst Ísland orðið of dýrt,“ segir Guðmundur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kjartansson, forstjóri og aðaleigandi Iceland ProTravel Group samstæðunnar, segir að Ísland sé einfaldlega orðið of dýrt. „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í dag sem fjallar um málið.

Í umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að ferðaþjónustuaðilar sem blaðið ræddi við séu sammála um að hátt verð á hótelgistingu spili stórt hlutverk í því að færri ferðamenn koma hingað til lands í ár en búist var við. Dæmi hafi verið um að heildsölum hafi verið boðin hótelherbergi á 50 til 100 þúsund krónur nóttin í fyrrasumar. Segir Guðmundur að ferðamenn séu farnir að velja sér aðra áfangastaði en Ísland sökum verðlagningar hér á landi.

„Við höfum upplifað í svolítinn tíma, bæði hjá hópum og einstaklingum, að fólki finnst Ísland orðið of dýrt. Það kýs frekar að fara til Noregs, sem er ekki ódýrt land, eða Svíþjóðar eða Finnlands. Hótelverð er oft lagt til grundvallar þegar kemur að skipulagningu ferða og menn hér á landi hafa farið algjör offari þar. Auk þess hjálpar óheft ýmiss konar gjaldtaka, svo sem á bílastæðum og ferðamannastöðum, ekki til og gerir ferðir til landsins enn dýrari. Það er orðið mun erfiðara að selja landið á þessum verðum,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið.

Hann bætir við að hann sé hissa á umræðunni hér á landi og menn séu duglegir að finna aðrar ástæður þegar ekki gengur vel, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesskaganum. Guðmundur segir að fá dæmi séu um slíkt.

„Við erum bara orðin of dýr. Kúnnarnir mínir koma til dæmis frá Þýskalandi og Sviss. Þetta er fólk sem á peninga en er engir milljónamæringar. Það segir að Ísland sé frábært land og það vilji senda hingað hópa en þegar verð og gæðastuðullinn er ekki að dansa saman eru einhver takmörk á því hvað það er tilbúið að borga til að fara til þessa undurfagra lands,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn

Myndband sýnir hvernig árásin á Krít byrjaði – Emmanuel þurfti að fá súrefni í gegnum hálsinn
Fréttir
Í gær

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar

Rússar hyggjast banna ættleiðingar til Íslands þó þær séu engar
Fréttir
Í gær

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Í gær

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar