fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Bátavogsmálið: Dómur kveðinn upp yfir Dagbjörtu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 15:18

Dagbjört Rúnarsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Dagbjörtu Rúnarsdóttur sem ákærð var fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Bátavogi laugardagskvöldið 23. september. Maðurinn er talinn hafa látist af völdum misþyrminga sem stóðu yfir í um sólarhring.

Dagbjört neitaði sök í málinu.

Sjá einnig: Sársaukaóp hins látna hljómuðu í dómsal

Lögregla fann á vettvangi hræ af dauðum smáhundi í frystihólfi. Um var að ræða hund Dagbjartar og í skýrslutöku fyrir dómi taldi hún að hundurinn, sem var 14 ára, hefði orðið sjálfdauður. En á hljóðupptökum úr síma hennar sem spilaðar voru í dómsal kom í ljós að hún kenndi hinum látna um dauða hundsins og uppnefndi hann dýraníðing.

Á upptökunum heyrist hinn látni meðal annars segja: „Viltu ekki bara ná í hníf og stinga mig beint í hjartað, þú vilt bara pína mig, geturðu ekki bara drepið mig beint.“ – Einnig segir hann Dagbjörtu hafa gert sig heyrnarlausan en á líkinu voru áverkar á eyra.

Tíu ára fangelsi

Samkvæmt frétt mbl.is var Dagbjört sýknuð af ákæru um manndráp en sakfelld fyrir brot á eftirfarandi lagagrein:

„Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það 1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru.

  • Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“

Var Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi.

Dómurinn var kveðinn upp í gær og var á dagskránni á vefsíðu dómstólanna. Blaðamenn sem ætluðu að fylgjast með dómsuppkvaðningunni gripu hins vegar  í tómt þar sem hús Héraðsdóms Reykjavíkur var lokað og læst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Í gær

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Í gær

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn
Fréttir
Í gær

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn

Sorg á Egilsstöðum – Mirabel fannst dáinn
Fréttir
Í gær

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af