fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Inga segir að Kourani væri farinn af landi brott ef hlustað hefði verið á sig

Eyjan
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 07:48

Inga Sæland. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að ef hlustað hefði verið á sig og tillögur flokks hennar þá væri Mohamad Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisdóm hérlendis fyrir ítrekuð ofbeldisbrot, ekki á leið í afplánun heldur á leið úr landi. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ingu í Morgunblaðið í morgun þar sem hún hreykir sér af því að vera sá leiðtogi á Alþingi Íslendinga sem ævinlega hafi talað gegn óheftu flæði hælisleitenda til landsins.

„Ég hef ekki einungis talað fyrir daufum eyrum heldur fengið á mig holskeflu fúkyrða frá þeim sem eiga alla mína samúð fyrir grunnhyggni og afneitun á þeim vanda sem við nú sitjum uppi með.“

Segir hún að vandræðin hafi hafist þegar að breytingar á útlendingalöggjöfinni tóku gildi þann 1.janúar 2017, sem undirbúnar hafi verið af stjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar en málið síðan klárað af Sigurði Inga Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, eftir að sá fyrrnefndi var hrakinn frá völdum að sögn Ingu.

Mohamad Kourani hlaut 8 ára fangelsisdóm á dögunum

„Þær róttæku breytingar sem þarna voru gerðar á útlendingalöggjöfinni hafa leitt okkur í það ófremdar ástand sem við búum við í dag. Þarna lögfesti Ísland ýmsar sérreglur sem gerði landið að einum eftir sóknarverðasta stað fyrir hælisleitendur sem völ er á íEvrópu. Ég þarf líklega ekki að nefna stórglæpamennina sem við sitjum uppi með án þess að geta losað okkur við þá af landi brott,“ skrifar Inga.

Hún bendir á að hún hafi á dögunum gert breytingartillögu við útlendingalöggjöf Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hefði heimilað að senda þá sem hlotið hafa alþjóðlega vernd úr landi ef þeir gerðust sekir um ítrekuð brot.

„Ég hefði haldið að ráðherrann tæki breytingartillögu minni fagnandi enda hafði hún á opinberum vettvangi ítrekað tjáð sig um mikilvægi þess að fá heimild inn í löggjöfina sem heimilaði að senda erlenda brotamenn úr landi þrátt fyrir að hafa hér alþjóðlega vernd. Það þarf ekki að orðlengja frekar um það, en dómsmálaráðherrann felldi tillöguna ásamt Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni í heild sinni. Aum voru rökin þegar ráðherrann brá fæti fyrir sjálfa sig og afneitaði því sem hún hefur ítrekað talið nauðsynlegt að næði fram að ganga. Það kom fram í atkvæðaskýringu með breytingartillögunni að hana væri ekki hægt að samþykkja vegna „lagatæknilegra annmarka“. Það voru engir lagatæknilegir annmarkar á tillögunni enda byggðist hún á eldri útlendingalöggjöf. Hins vegar ef hún hefði náð fram að ganga, þá væri landsþekkti glæpamaðurinn frá Sýrlandi ekki á leið í átta ára fangelsi í boði íslenskra skattborgara, hann væri farinn af landi brott,“ skrifar Inga herská.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur