fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 18:30

Þjófunum tókst ekki að opna peningahólfið sem er mjög harðgert að sögn Svavars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt var reynt að brjótast inn í hraðbankann sem stendur við hliðina á veitingastaðnum Ban Kúnn á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Í mars var keyrt á hann með lyftara í árangurslausri tilraun til að ná peningum. Hraðbankinn er ónýtur og verður ekki settur aftur upp og verða Vellirnir því hraðbankalausir.

„Það er mánuður síðan hann var settur aftur upp,“ segir Svavar Gunnar Jónsson eigandi Ban Kúnn. Hraðbankinn var ekki á hans vegum heldur Euronet. En að sögn Svavars var gott að hafa hann þarna.

„Þetta er partur af þjónustu. Hraðbankinn var mikið notaður, til dæmis af ferðamönnum. Þessir bankar eru reyndar nokkuð dýrir skilst mér eins og reyndar allir hraðbankar núorðið. Ég veit ekki hvort þetta jók nokkuð viðskiptin hjá mér en þetta er þjónusta,“ segir Svavar.

Nefnir hann að áður en hraðbankinn hafi verið settur upp hafi verið mjög algengt að fólk kæmi og spyrði hvort hægt væri að skipta 1000 eða 5000 króna seðlum í 500, því það var upphæðin sem börnin í hverfinu máttu gefa hvoru öðru í barnaafmælum.

Tvær tilraunir á stuttum tíma

Þann 26. mars síðastliðinn var skotbómulyftara ekið á hraðbankann. Það var einmitt nóttina áður en peningaflutningabíll Öryggismiðstöðvarinnar var rændur í Hamraborg.

Lyftaranum hafði verið stolið frá verktaka í nágrenninu og honum ekið á bankann í tilraun til þess að ná honum út úr veggnum og í burt. Skemmdist bankinn sjálfur en þjófunum tókst ekki að ná peningunum úr honum.

Svavar G. Jónsson eigandi Ban Kúnn. Mynd/Markaðsstofa Hafnarfjarðar

„Það tók þá langan tíma að ná að opna peningahólfið síðast. Þegar búið er að brjóta læsingar og svona þá er þetta erfitt. Peningahólfið er mjög rammgert,“ segir Svavar. En það var starfsfólk Advania sem sá um það.

Spreyjuðu á myndavélina

Eins og áður segir var aftur gerð tilraun til að opna bankann í nótt. Tilkynnt hafði verið um það áður en starfsfólk Ban Kúnn mætti á veitingastaðinn klukkan 10 í morgun. Lögregla kom og rannsakaði málið sem og starfsfólk Advania.

Ekkert var hægt að sjá á myndavélum. „Þeir töluðu um að það hefði verið búið að spreyja á myndavélina í bankanum,“ segir Svavar.

Að hans sögn er nú fullreynt að hafa hraðbanka á þessum stað og verður hann ekki settur aftur upp.

„Það er núna enginn hraðbanki hérna á þessu stóra svæði. Næsti hraðbanki er í miðbæ Hafnarfjarðar,“ segir Svavar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu