Cristiano Ronaldo er launahæsti íþróttamaður heims en hann þénar um 315 milljónir dollara, um 44 milljarða íslenskra króna, á ári þar sem hann spilar með saudi-arabíska liðinu Al Nassr.
Hluta af þeirri fjárhæð notar hann nú til að reisa eina dýrustu höll Evrópu í heimalandi sínu Portúgal. Höllin er staðsett í strandbænum vinsæl Cascais, skammt frá Lissabon og er 930 fermetrar að stærð. Útlit er fyrir að kostnaðurinn við glæsihýsið verði um 55 milljónir dollara, tæpir 8 milljarða króna, en talið er að byggingu hennar ljúki undir lok árs.
Í húsinu verður líkamsræktarstöð, bíósalur, spaaðstaða og gríðarstór bílskúr enda er Ronaldo mikill áhugamaður um rándýra bíla og á stóran flota af slíkum glæsikerrum. Þá er úti- og innisundlaug í húsinu en botn þeirrar síðarnefndu verður úr gleri og verður hægt að ganga undir hana.
Í þessu húsi hyggjast Ronaldo og fjölskylda hans njóta lífsins eftir að knattspyrnuferli hans lýkur, sem er reyndar ekkert útlit fyrir á næstunni.