Mohamed Kourani, sem á dögunum var dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir ítrekuð ofbeldisbrot, hefur breytt um nafn. Mbl.is greinir frá þessu en miðillinn hefur heimildir fyrir því að Mohamad hafi tekið upp millinafnið Thor og eftirnafnið Jóhannesson. Þannig geti hann nú kallað sig Mohamad Th. Jóhannesson líkt og Guðni forseti en rétt er að geta þess að millinafn hans stendur fyrir Thorlacius.
Segir í frétt Mbl.is að breytingin hafi gengið svo nýlega í gegn að nafnið hafi ekki enn verið uppfært í Þjóðskrá.