fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. júlí 2024 10:52

Myndin af konunni með barnið í fanginu er gerð með gervigreind sem er notuð í herferðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaathvarfið hefur kynnt nýja vitundarvakningarherferð sem hefur fengið heitið Þekkjum Mynstrið. Herferðin leggur áherslu á að fræða almenning um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og um leið vekja athygli á fjölbreyttri þjónustu Kvennaathvarfsins, eins og segir í tilkynningu. 

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að í herferðinni sé leitast við að ná til sem flestra með útgáfu ýmis efnis á ólíkum miðlum. Á sama tíma hefur vefsíða Kvennaathvarfsins verið endurnýjuð. Notast var við gervigreind við gerð markaðsefnisins og þannig leitast við að gera efnið áhrifaríkara. ,,Um er að ræða viðkvæman málaflokk og oft erfitt að finna myndefni sem hentar en um leið svo mikilvægt að skapa sýnileika,“ segir Linda.

,,Gervigreindartæknin hefur gert okkur kleift að auka skilvirkni við framleiðslu á efni og þannig sparað tíma og fjármuni sem hægt er að nýta í beinan stuðning við konur og börn sem leita til Kvennaathvarfsins. Gervigreind hefur einnig hjálpað okkur að greina hvaða skilaboð virka best og hvernig við getum náð til markhópsins á áhrifaríkan hátt. Við erum mjög spenntar fyrir þessum nýju möguleikum,“ segir hún.

Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Ofbeldi oft mjög dulið og mynstrin flókin

 „Markmið okkar er ávallt að tryggja að þjónusta okkar sé sýnileg og aðgengileg. Það að leita eftir stuðningi hjá Kvennaathvarfinu er oft erfið ákvörðun fyrir konur sem búa við ofbeldi og aðstandendur þeirra. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að auðvelda þeim að sækja sér þjónustu okkar. Einnig teljum við mikilvægt að halda stöðugt á lofti fræðslu um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum, því slíkt ofbeldi er oft mjög dulið og mynstrin flókin. Í þessari herferð hefur gervigreindin opnað nýjar dyr fyrir okkur og hjálpað okkur að miðla mikilvægum upplýsingum á skilvirkan og árangursríkan hátt, og þannig vonandi stuðlað að auknu öryggi og velferð kvenna og barna,” segir Linda.

Hún nefnir einnig ýmislegt ólíkt efni til að höfða til ólíkra hópa, enda eru þolendur og gerendur úr öllum stigum þjóðfélagsins og með allan mögulegan bakgrunn. ,,Við erum til dæmis að gera myndbönd, setja út reynslusögur og fræðslupróf. Einnig viljum ná til fólks af erlendum uppruna, sem síður þekkir þau úrræði sem í boði eru og eru oft í mjög viðkvæmri stöðu. Því erum við einnig með markaðsefni á ensku og pólsku.”

Herferðin er unnin í samstarfi við Takk þar sem markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi þjónustu Kvennaathvarfsins og bjóða fólki tækifæri að styðja við starfsemina. ,,Einnig hafa komið að herferðinni ýmist fagfólk sem hefur sýnt starfsemi Kvennaathvarfsins mikla velvild og vilja til að leggja fram krafta sína.  Enn og aftur finnur Kvennaathvarfið fyrir miklum meðbyr í samfélaginu og almennum skilning á mikilvægi starfsemi þess.”

Þú getur kannað þekkingu þína með því að taka þátt hér.

Um Kvennathvarfið

Kvennaathvarfið hefur verið í fararbroddi í baráttunni gegn heimilisofbeldi á Íslandi og hefur í yfir 40 ár veitt konum og börnum öruggt skjól og stuðning til að endurbyggja líf sitt. Með þessari vitundarvakningu vonumst við til að auka skilning samfélagsins á þjónustu Kvennaathvarfsins sem og að auka vitund um mikilvægi þess að þekkja mynstur ofbeldis í nánum samböndum. 

Heimsækið vefsíðu Kvennaathvarfsins til að fræðast meira um herferðina og hvernig þú getur stutt við starf okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“