fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Árni beinir spjótum sínum að Fiskistofu og formanni Veiðifélags – „Hann drepur allan þann lax sem hann kemst yfir“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 16:06

Árni Bald er reiður út af netaveiðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimaðurinn og veiðiréttarhafinn Árni Baldursson, gjarnan kallaður Árni Bald, er reiður yfir óheftri netaveiði í Ölfusá, Hvítá og Sogi. Hann beinir spjótum sínum að Fiskistofu og formanni Veiðifélags Árnesinga.

„Í mörg ár hafa fiskifræðingar sagt að náttúruleg framleiðsla á laxaseiðum séu langt yfir hættu mörkum í Sogi , allt of lítið af laxi og allt of lítil hrygning , áin ekki sjálfbær,“ segir Árni í beittri færslu á samfélagsmiðlum. „Þessir ágætu fiskifræðingar hafa lagt hart að okkur leigutökum og veiðimönnum að sleppa öllum laxi stórum sem smáum, og það höfum við gert um árabil, en það dugir ekki til laxastofn Sogsins minnkar og minnkar með hverju árinu og árlega valda seiða talningar áhyggjum og miklum vonbrigðum.“

Vonbrigðin séu hins vegar ekki nógu mikil til að eftirlitsaðilar Fiskistofu bregðist við á neinn hátt.

Árni segir hömlulaus dráp á villtum laxastofnum stunduð í Ölfusá og Hvítá, það er á leið sinni til heimkynna í Soginu og uppám Árnessýslu. Stofninn sé stöðvaður og drepinn á leið á hrygningarstöðvarnar.

„Það eru engar reglur með fjölda laxa sem má drepa í netunum, það eru engir kvótar .. þessir menn mega hreinlega drepa allan þann lax sem hönd á festir,“ segir Árni. Á sama tíma megi aðilar í uppám Árnessýslu ekki drepa einn einasta lax, öllu verði að sleppa.

Beinir Árni spjótum sínum að Jörundi Gaukssyni, formanni Veiðifélags Árnesinga,  „formaður sem á að gæta þess að vernda , hlúa að og friða það sem eftir er að stofninum … en nei hann drepur allan þann lax sem hann kemst yfir,“ segir Árni.

Vill Árni að Fiskistofa skoði þetta mál gaumgæfilega. Ekki sé hægt að vernda stofn sem á undir högg að sækja þegar hann sé drepinn neðar í vatnakerfinu.

„Ég ber fulla virðingu fyrir Fiskistofu … en það er löngu tímabært að taka á þessum netaveiðum af fullum krafti. Þetta er afskaplega slæmt fyrir okkur Íslendinga og vekur heimsathygli þar sem við Íslendingar erum þekkt fyrir að vernda laxinn okkar og allir haldið að við veiðum ekki og drepum lax í net,“ segir Árni að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna