fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
433Sport

Ten Hag virðist vera búinn að fyrirgefa leikmanni United – ,,Gríðarlega góður leikmaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. júlí 2024 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist vera búinn að fyrirgefa vængmanninum Jadon Sancho.

Sancho var í byrjunarliði United í gær sem vann Rangers í æfingaleik en hann var lánaður til Dortmund í janúar á þessu ári og stóð sig nokkuð vel.

Samband Ten Hag og Sancho var ekki gott sem varð til þess að hann var sendur til Þýskalands en hann kom til enska liðsins fyrir um tveimur árum.

Útlit er fyrir að Ten Hag sé búinn að fyrirgefa Sancho en þeir höfðu rifist opinberlega í ágúst 2023 og eftir það andaði köldu þar á milli.

,,Við áttum gott samtal, hver sem er getur gert mistök. Ef leikmaðurinn tekur því vel þá seturðu ákveðna línu og horfir fram veginn,“ sagði Ten Hag.

,,Þetta félag þarf á góðum leikmönnum að halda og eitt er á hreinu; Jadon er gríðarlega góður leikmaður. Ég vona að hann nái að finna sig hér og taki þátt í okkar sigurgöngu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingur tapaði á Akureyri

Besta deildin: Víkingur tapaði á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hákon spilar með fyrrum stjörnu PSG og Dortmund

Hákon spilar með fyrrum stjörnu PSG og Dortmund
433Sport
Í gær

Eru tilbúin að kæra félagið ef hann fær ekki borgað – ,,Ef það er okkar eini möguleiki þá gerum við það“

Eru tilbúin að kæra félagið ef hann fær ekki borgað – ,,Ef það er okkar eini möguleiki þá gerum við það“
433Sport
Í gær

Messi varaði liðsfélagana við – Gætu nú fengið langt bann

Messi varaði liðsfélagana við – Gætu nú fengið langt bann
433Sport
Í gær

Íslensku stelpurnar vekja heimsathygli: Sjáðu myndbandið umtalaða – Skemmtu sér konunglega í rigningunni

Íslensku stelpurnar vekja heimsathygli: Sjáðu myndbandið umtalaða – Skemmtu sér konunglega í rigningunni
433Sport
Í gær

Willum er kominn til Englands

Willum er kominn til Englands