fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Níu manna fjölskylda strandaglópar í Alaska – Horfðu á skemmtiferðaskipið sigla burt með eigur þeirra

Pressan
Laugardaginn 20. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu manna fjölskylda með sex ung börn varð strandaglópar í afskekktum bæ í Alaska eftir að skemmtiferðaskip sem þau ferðuðust með skildi þau eftir. 

Gaults fjölskyldan sem búsett er í Oklahoma í Bandaríkjunum ákvað að mæta á ættarmót með öðrum stórfjölskyldumeðlimum um borð í Norwegian Encore, ferð sem kostaði 16 manna hópinn um 30 þúsund dali.

Níu manna fjölskylda Joshua Gault fór frá borði til að fara í skoðunarferð á LumberJack sýningu í Ketchikan, Alaska. Þegar skoðunarferðinni lauk segir Josh að hann og eiginkona hans hafi tekið eftir að þvaga af fólki var að drífa sig um borð í rútuna sem keyrði gesti aftur að skipinu.

Fjölskyldan telur níu manns.

„Við ætluðum í rútuna og starfsmaður sagði: „Rútan er full, þú verður að bíða eftir næstu rútu,“ sagði Joshua. Sú rúta kom aldrei og Joshua er harður á því að rútustarfsmaður hafi ekkert athugað miðana hjá fólki, þannig að gestir annars skips gátu tekið sér far með rútunni.

Þegar fjölskyldan áttaði sig á því að önnur rúta væri ekki á leiðinni til að sækja þau hringdi Joshua í hafnaryfirvöld og sendibíll kom til að sækja fjölskylduna, en það var þegar of seint.

Fjölskyldan kom til hafnar rétt í tæka tíð til að horfa á fötin sín, lyfin, vegabréf og restina af eigum þeirra sigla í burtu um borð í skipinu. Fjölskyldan varð eftir, föst í borginni Ketchikan.

„Þetta var martröð,“ segir Joshua,sem sat eftir með sex ung börn og 78 ára gamla tengdamóður sína, sem öll taka lyf daglega. „Við þurftum öll að hætta lyfjanotkun síðustu daga, því þau voru öll um borð á skemmtiferðaskipinu.“

Joshua með þrjú af börnunum.

Fjölskyldan var með vegabréf sín á sér, fyrir utan eitt sem var um borð, lsem þýddi að fjölskyldan gat ekki náð skipinu á næsta áfangastað þess í Kanada.

Til að bæta gráu ofan á svart var fjölskyldan rukkuð um 971 dala sekt á mann fyrir að missa af skipinu. Joshua segir að hann hafi komist að því að tekin voru tæplega 9 þúsund dalir af kreditkortum hans þegar hann var að kaupa flug og hótel til að komast heim.

Gault fjölskyldan eyddi að lokum nokkrum dögum í að ferðast um fjölmargar borgir og lenda í að flugum þeirra væri aflýst og sofa á flugvöllum. Fjölskyldan þurfti einnig að leggja út fyrr öllum kostnaði, „allt flug fyrir níu manns, allur matur fyrir níu manns, alla hótelgistingu,“ sagði Joshua.

Hér var fjölskyldan skilin eftir.

Greind með COVID-19 við heimkomu

Fjölskyldan náði loksins til síns heima í Oklahoma og nokkrir  fjölskyldumeðlimir hafa síðan greinst með COVID-19.

 

Hjónin hafa krafið Norwegian Cruise Line um svör við af hverju þau voru skilin eftir. Svörin: „Við erum enn að skoða málið, við höfum ekki gleymt ykkur.“

„Jú okkur finnst eins og þeir hafi nokkurn veginn gleymt okkur þegar við vorum skilin eftir í höfn og við þurftum að redda okkur sjálf“ segir móðirin Caitlyn.

Forsvarsmenn Norwegian Cruise Line hafa síðan viðurkennt að níu manna fjölskylda hafi „misst af því að vera um borð í skipinu í Ketchikan, Alaska, vegna mistaka ferðaþjónustuaðila á staðnum. Þegar gestirnir komu ekki aftur til skipsins á tilgreindum tíma reyndum við að hafa samband við þá en náðum ekki í þá. Við gerðum því staðbundnum hafnarumboðsmanni í Ketchikan viðvart og óskuðum eftir að þeir aðstoðuðu fjölskylduna við að bóka hótel fyrir nóttina. Þar sem gestirnir myndu ekki ná skipinu í næstu höfn aðstoðaði hafnarfulltrúinn gestina einnig við að tryggja flug til Seattle daginn eftir, 13. júlí.“

Forsvarsmenn skipsins hafa sagt að þeir muni endurgreiða fjölskyldunni útlagðan kostnað hennar,  og fyrir tvo siglingadaga sem hún missti af. Auk þess mun hver og einn fjölskyldumeðlimur fá inneign í formi 20 prósenta afsláttar af fargjaldi skemmtiferðaskipa sem hægt er að nota í næstu ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana