Nýr styrkleikalisti FIFA hefur verið gefinn út og fellur íslenska karlalandsliðið niður um eitt sæti. Það situr því í 71. sæti.
Það gerir liðið þrátt fyrir glæstan 0-1 sigur á Englandi á Wembley en nokkrum dögum síðar tapaði liðið stórt fyrir Hollendingum.
Argentína, sem sigraði Copa America á dögunum, er á toppi listans og Frakkar í öðru sæti.
Nýkrýndir Evrópumeistarar Spánar hoppa upp um fimm sæti og sitja í því þriðja.