fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 11:00

Íslandsvinurinn og Jackass stjarnan fagnaði á þriðjudag. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackass stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera fagnaði á þriðjudag, 16. júlí, þegar dómari í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að Bam og Nicole Boyd hefðu aldrei verið gift. Giftingin fræga í Hafnarhúsinu í Reykjavík í október árið 2013 var ógild.

Eins og breska blaðið Daily Mail greinir frá hafa Bam og Nicole staðið í mjög harðri forræðisdeilu yfir syni þeirra eftir að þau slitu samvistum árið 2021. Taldi Nicole þau hafa verið gift en Bam ekki en pappírum var aldrei skilað eftir athöfnina á Íslandi.

Réttarhöldin gumpverkur

Athöfnin, sem haldin var í Hafnarhúsinu, var mjög umtöluð enda ekki oft sem erlendar stórstjörnur koma til Íslands til að gifta sig. Bam steig þar á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable og hélt styrktartónleika fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík.

Athöfnin í Hafnarhúsinu var skrautleg. Mynd/Youtube

Sá sem gaf Bam og Nicole saman var finnskur tónlistarmaður að nafni Andy McCoy, sem svaf reyndar yfir sig í klukkutíma. Ekki er ljóst hvort að Andy hafi hjónavígsluréttindi. Nú er það komið á hreint að þessi athöfn hafði enga lagalega þýðingu enda engin pappírsslóð eftir hana.

„Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi. Það vissu allir og það eru ekki nýjar upplýsingar,“ sagði Bam í viðtali við vefmiðilinn TMZ. „Vitaskuld vann ég þar sem við vorum aldrei gift. En að borga háar fjárhæðir fyrir fjögurra daga réttarhöld þar sem hún lét eins hún hafi ekki vitað það var tímaeyðsla og verkur í mínum gumpi. En ég er svosum vanur því.“

Má heimsækja soninn undir eftirliti

David Glass, lögmaður Nicole, sagði að hún virti niðurstöðuna en væri ósammála henni. Hugsanlegt sé að dóminum verði áfrýjað til hærri dómstóls.

Það skiptir báða aðila töluverðu máli að fá niðurstöðu í málið. Það er vegna skiptingar búsins og greiðslu makastyrks. Málið hefur enga þýðingu um forræði, umgengni eða meðlagsgreiðslur til sonar þeirra. Nicole er með forræðið en Bam má heimsækja hann undir eftirliti.

Bam með nýju konunni, Danii Marie. Mynd/Getty

Ýmislegt hafði gengið á og Bam meðal annars verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Bam hefur einnig glímt við áfengis og fíkniefnavanda um langt skeið og verið lagður inn á geðdeild. Hann hefur sakað Nicole um að leyfa sér ekki að hitta son þeirra en hún hefur sagt að hún hafi oft hreinlega ekki þorað því. Í eitt skipti hótaði Bam að reykja krakk þangað til hann dæi ef hann fengi ekki að hitta soninn.

Segist hafa snúið lífi sínu við

Eins og DV greindi frá í júní hefur Bam þegar gifst annarri konu, Dannii Marie. Giftingarathöfn þeirra fór fram í Nýju Mexíkó sama dag og Bam gaf skýrslu fyrir dómi í Kaliforníu, það er í gegnum Zoom.

Sjá einnig:

Bam Margera skrapp úr brúðkaupinu sínu til að bera vitni um að fyrra hjónaband væri ógilt – Vandræðalegur Zoom fundur

Nicole lét hafa eftir sér að henni þætti það sérstakt að Bam veldi að gifta sig ákkúrat þennan dag, en Bam benti á að réttarhöldunum hefði verið frestað. Þetta hafi ekki verið upprunalega planið.

Bam segist nú vera edrú og hafa snúið lífi sínu við. Hann einbeiti sér nú að hinu nýja hjónabandi, að byggja upp samband við son sinn og að vera á hjólabretti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“