fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 07:00

Mynd: Facebook/Björt Sýn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Halldórsson gjörbreytti lífi sínu eftir bakpokaferðalag um Afríku sem endaði með því að hann stofnaði munaðarleysingjaheimili í Kenýa sem hann rekur enn.

Björt sýn er styrktarfélag fyrir Ikhlaas munaðarleysingjaheimilið í Oyugis. Það er nánast sjálfsprottið og úr sér sprottið munaðarleysingja heimili, skammt frá Viktoríuvatni.

„Ég var upphaflega kominn þarna bara til að ferðast og ætlaði að skoða Afríku betur þegar ég fékk gistingu á munaðarleysingjaheimili nálægt Viktoríuvatni. Ég vaknaði umkringdur vannærðum og illa höldnum börnum allt í kringum mig. Það var einn lítill strákur frá Uganda sem algjörlega töfraði mig og eftir það var ekki aftur snúið. Ég hætti við öll frekari áform um ferðalög og ákvað að nota ferðapeninginn frekar í að reyna að bæta aðbúnað þessara barna. Svo þegar ég kvaddi gerði ég samkomulag við forstöðumanninn um að ég myndi senda pening í hverjum mánuði sem færi í morgunmat. En peningurinn myndi bara koma gegn því skilyrði að aldrei yrðu lagðar hendur á börnin, sem er því miður allt of algengt. 

Næsta ár kom ég aftur og sá strax að peningurinn var ekki að fara í rétta hluti og meðferðin á börnunum var ekki nógu góð. Þá fann ég að ég yrði að gera eitthvað drastískt í þessu af því að það var ekki val fyrir mig að yfirgefa bara þessi börn án þess að gera neitt í málunum. Ég sagði við sjálfan mig: ,,Ef þú gerir ekkert í þessu skalt þú hundur heita,“ sagði Ólafur í viðtali við Sölva Tryggvason í popcasti hans fyrir rúmu ári.

Sjá einnig: Ólafur ákvað að nýta sanngirnisbætur eftir slæma meðferð og ofbeldi í Landakotsskóla til góðra verka

Börnin sögðust ætla á karatemót

Í gær birti Ólafur færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biður fólk um að leggja sér lið við kostnað barnanna á karatemót í Rúanda. Það vantar um 150 þúsund krónur til að greiða mótið, en Ólafur segir unglingana hafa sjálfa séð boðið og tilkynnt honum að þau væru að fara, án þess að vita að peningarnir væru ekki til.

„Það er gríðarlegt fyrirtæki. Ég hefði ekki samþykkt það, nema af því að unglingarnir sáu boðið á undan mér og sögðu mér, með stjörnuljós í augunum, að við værum að fara á mót í Rúvanda. Ég hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því.

Það hefur tekist sæmilega að finna peninga, en það vantar samt þó nokkuð upp á til að dæmið gangi upp. Mér er sagt að ég sé ekki mjög góður betlari og það verður bara að hafa það. En ég er hér með stórkostlegt tilboð til vina minna: ef við náum að nurla saman þessu sem upp á vantar (sirka hundrað og fimmtíu þúsund kall) mun ég halda áfram að segja sögur frá velmegtarárum mínum, úti í hinum stóra heimi. Og trúið mér, það verður kjöt à beinunum, ofbeldi, eiturlyf, orginalar og gamansögur. Tilboð sem þið getið eiginlega ekki hafnað.

Hér er reikningurinn. Hver þúsundkall skiftir máli.“

Þeir sem vilja styrkja börnin á mótið geta lagt inn á neðangreindan reikning:

Björt sýn

Kennitala: 690818-1320

Reikningur: 0133-26-014491

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmi Þór lést á Spáni

Pálmi Þór lést á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“