Lið Como hefur hafnað því að leikmaður liðsins hafi verið með rasisma í garð sóknarmannsins Hwang Hee-Chan í vikunni.
Hee-Chan er af asískum uppruna en Wolves sagði frá því eftir leikinn að leikmaður Como hafi líkt honum við leikarann Jackie Chan sem margir kannast við.
Samkvæmt Wolves var framherjinn kallaður ‘Jackie Chan’ í viðureigninni en Como þvertekur fyrir þær sögur.
Ítalska félagið segir að leikmaður liðsins hafi kallað ‘Channy’ í átt að Hee-Chan sem er það sama og liðsfélagar hans í Wolves nota.
Como segist vera vonsvikið með vinnubrögð Wolves í þessu máli og vill meina að það sé verið að gera úlfalda úr mýflugu.
Official statement regarding yesterday’s incident during our friendly vs. Wolves: pic.twitter.com/BuacRrbOQU
— Como1907 (@Como_1907) July 16, 2024