fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Arnar segist fórnarlamb skattyfirvalda – „Refsað fyrir að yfirgefa Ísland“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 18:00

Arnar Pálsson Mynd: Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“,“ 

segir Arnar Pálsson, eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum, í grein sinni á Vísi.

Arnar segir það dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verði enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. 

Vísar hann þar til lagabreytingar, sem taka á gildi næstu áramót, sem kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá Tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. 

„Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. 

Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðinn fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda.“

Arnar segist á sínu æviskeiði, tæpum sjötíu árum, hafa greitt samviskulega álagða skatta, og það án athugasemda, eftir að hann fór að vinna. Segir hann íslenska ríkið hunsa tvísköttunarsamninga þar sem honum er geri að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi af lífeyrissjóðsgreiðslum og lögbundnum ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, en greiðslurnar eru einnig skattlagðar þar sem hann hefur nú heimilisfesti og lögheimili. 

„Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningnum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga,“ segir Arnar.

„Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“.“

Arnar segir það verðugt verkefni dómstóla og Umboðsmanns Alþingis að skoða nánar hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. 

„Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Fréttir
Í gær

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus

Lögregla lokaði Hafnargötunni í hálftíma vegna alvarlegs atviks við Bónus
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði